Wychwood Brewery, Hobgoblin

0
281

Muninn

Hausinn er 1 putti ljós með sæmilegri hengju, rjómakennd
Body er dökk rautt
Nefið er ferskir ávextir og sætt malt
Bragðast af súkkulaði, karamellu, malt og ferskum ávöxtum, lýkur á beyskju
Eftirbragð byrjar á sætu malti, fer svo út í ávexti og endar á beisku súkkulaði
Blúnda er mikil með góðri hengju
Nálardofi er mildur
Munnfylli er í meðallagi
SBV er 5,2%
Venjan er fín, og verður hann skemmtilegri þegar á líður
Þessi bjór er skemmtilega flókinn, mikið um að vera í honum sem gerir
hann þeim mun sérstakari. Hobgoblin er með þeim betri Ensku bjórum sem
ég hef prófað hingað til (þó ekki sá besti), kom mér skemmtilega á
óvart. Get hiklaust mælt með honum.
Fær 85 af 100 hjá mér

Auglýsing

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, ljós og rjómakenndur, mikil hengja. Blúnda
er þétt með fínni hengju.
Nefið er „blautur hundur“, malt humlar, gras og ávextir.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er í meðallagi og
náladofi er góður.
Bragð er karamella, beiskja, dökkir ávextir og malt. Miðjan er nokkuð
beisk og súkkulaði leynist inn á milli. Eftirbragð er karamella og
malt. Neðar í glasinu er að finna anís, sem verður nokkuð áberandi sem
eftirbragð.
Venja er ágæt.
Þessi er nokkuð öflugur og bragðmikill. Mörg brögð spila með
bragðlaukana og þá er ávaxta/ferskleikjabragð nokkuð áberandi.
Biturleiki er skarpur en drukknar í karamellu, malti og ávöxtum.
Ég gef þessum 60 af 100.

Fyrri greinThor pilsner
Næsta greinHátíð Bjórsins 2014
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt