Willemoes Porter

0
278

Muninn

Hausinn er svakalegur, mikill, dökkur og rjómakenndur Body er biksvart, ógegnsætt Nefið er malt, ger, humlar og sterk jörð Smakkast af malti, anís, byggi Eftirbragð er malt og anís með mikilli hengju Blúndan er rjómakennd og hangir vel Nálardofinn er mildur og munnfylli mikið ABV er 9,8% Venjan langt yfir meðallagi Þrátt fyrir mikið áfengismagn er það ekki að finna á bragðinu og er þessi porter með því meira sælgæti sem ég hef komist í þingað til, mæli klárlega með honum og verður þessi keyptur aftur. Namm namm… fær 93 af 100 hjá mér

Auglýsing

Huginn

Hausinn eru um tveir fingur, brúnn og rjómakenndur. Blúnda er svakaleg, þétt, olíukennd og róleg. Nefið er anís og malt. Uppbygging er biksvört. Fylling er góð og náladofi er OK. Þessi er bragðsterkur, anís, malt og brennt kaffi. Eftirbragð einkennist af anís og kaffi, samt er eftirbragð nokkuð dauft í samanburði við upphaf. Þetta er alvöru porter sem kitlar bragðlaukana og eykur hárvöxt hjá karlmönnum. Alvöru porter ! Gef þessum 92 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt