Wiibroe Porter Imperial Stout

0
242

Wiibroe Porter (Imperial Stout) er talinn einn besti porter í heiminum. Fyrst bruggaður árið 1930 og fannst í nokkrar áraraðir einnig erlendis, þar sem hann seldist í minni flöskum. Árið 1996 vann
Wiibroe Porter silfur verðlaun í heimsmeistarakeppni bjórframleiðanda.

Muninn
Hausinn er 1 putti, brúnn
Body er dökkt sem nóttin
Nefið er dökkir ávextir, brennt kaffi
Smakkast af brenndu kaffi, dökkum ávöxtum og dökku súkkulaði og einhver beyskja
Eftirbragð er brennda kaffið og beyskja jafnvel súkkulaði þegar á líður
Mikil og flott blúnda á þessum
Nálardofinn er mildur, rjómakenndur
Venjan er góð, hann verður betri þegar neðar dregur í flöskuna
Abv er 8,2%
Ég er mjög sáttur við þennan, og á hann silfurverðlaunin sín skilið.
Veit ekki hvort hann sé seldur á íslandi, en mæli með því að þú prófir
hann ef þú átt kost á því.
Ég gef honum 96 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er einn fingur, brúnn og rjómakenndur. Meðalsnöggur. Blúndan
er skítug, falleg og með góðri hengju.
Nefið er kaffi, malt, súkkulaði og dökkir ávextir.
Uppbygging er biksvört og olíukennd. Fylling gerist varla betri og
náladofi er frekar lítill.
Bragð er sterkt kaffi, malt, anís . Anísinn, maltið og kaffið vinna
þannig saman að hann virðist beiskur í byrjun.. sem að ég held að sé
ekki. Sætir ávextir leynast allstaðar á milli. Bragð situr lengi og
teygjist í flott eftirbragð. Eftirbragð nokkuð ljúft, malt og anís.
Venja er ágæt.
Þessi er alveg frábær, svartur sem nóttin ! Hann virðist vera of
bragðsterkur í byrjun en held að það sé smá yfirhylming.. er ljúfur
inn við beinið. Bragðið er nokkuð sérstakt og misleiðandi, held að
anísinn og kaffið myndi aðal samspilið hér. Útkoman lætur hugann reika
og bragðlaukana titra 😉
Þessi fær 96 af 100 frá mér

Fyrri greinInnis & Gunn Original
Næsta greinThisted porter
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt