Westmalle Tripel

0
257

Muninn

Hausinn er 1 putti, ljós og langur
Body er gyllt og þokukenndur og gruggugur, enda ófilteraður öl hér á ferð
Nefið er léttir ávextir, sítrus, ferskt og snerfill af beyskleika
Smakkast af ferskjum, ananas og sítrus, beyskur og áfengisbragð er talsvert
Eftirbragð er fyrrnefndir ávextir í byrjun, svo tekur við áfengisbragð og beyskleiki
Blúnda er mikil og þétt en fremur snögg
Nálardofi er lítill sem enginn en munfylli er með afbrygðum þétt og silki kennt
ABV er 9,5%
Venjan er góð sem gerir það að verkum að manni langar í annann eftir að klára einn
Kolsýran í þessum hegðar sér þannig að hún helst mikil þar til síðasti sopinn er kláraður, sem er ekki algengt og sérstakt, en þó einkenni á góðum trappista
Þessi trappisti er víst framleiddur af munkunum sem fyrstir komu með trappistabjór af þessum sjö munka klaustrum sem framleiða trappistana. Að mínu mati er hann langt yfir meðallagi en það sem dregur hann niður er hversu ílla alkóhólið er falið í vökvanum. Westmalle Trapel fær 95 af 100 hjá mér

Auglýsing

Hugin

Hausinn eru tæpir tveir fingur, hvítur, rjómakenndur og hægfara. Blúndan er þétt og hengja í meðallagi.
Nef er ferskt, sítrus, humlar og ferskir ávextir.
Uppbygging er gyllt og mjög gruggug. Fylling er mikil og náladofi er góður.
Bragð er ferskt og beiskt með lúmsku áfengisbragði. Miðja er beisk, sítrus og rennur út í ávexti. Eftirbragð eru ljúfir ávextir og malt, góð ending. Áfengið er svolítið áberandi, enda er hann 9,5% abv. Ljúfleiki og áfengi er mjög áberandi frá miðju og aftur úr. Venja er OK, sem betur fer, brögðin spila það vel saman að maður vill smakka fleiri og fleiri ný.. eða sömu aftur og aftur. Eftirbrögð finnur þú lengi, á vörum og undir tungu. Ekta ferskleiki sem ég kaupi aftur og aftur, nammi.
Ég gef þessum 97 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt