Víking Ölgerð

0
711

Saga Efnagerðar / Víkings hf

1939 var Hf. Efnagerð Siglufjarðar stofnuð en um mitt ár 1945 var starfsemin flutt til Akureyrar og nafninu breytt í Efnagerð Akureyrar hf. 1962 var ný verksmiðja reist að Furuvöllum 18 og nafninu breytt í Sana hf. 1966 voru ný tæki til ölgerðar tekin í notkun en Sana hf. og Sanitas hf. voru svo sameinuð árið 1978. Árið 1988 var ölgerðin öll stækkuð og endurbyggð, ári áður en bjór var leyfður á Íslandi. Nafninu var svo breytt í Víking hf árið 1994.

1997 eru Sól hf. og Víking hf sameinuð undir nafninu Sól-Víking.

Auglýsing

Sameining Vífilfells og Sólar-Víkings

Snemma árs 2001 samþykktu samkeppnisyfirvöld samruna Sólar-Víkings og Vífilfells án skilyrða og voru fyrirtækin þá sameinuð undir nafni Vífilfells.

Nýjir eigendur að Vífilfelli voru þá Þorsteinn M. Jónsson, Sigfús R. Sigfússon og Kaupþing. Við sameininguna varð Vífilfell stærsta fyrirtæki landsins í drykkjarvörum.

Útflutningur hefur síðustu ár skipað smáan, en vaxandi sess í starfsemi fyrirtækisins. Á síðastu árum hefur lítilsháttar útflutningur á bjór bæst við. Víking bjórinn fæst nú á nokkrum stöðum í og við höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, DC, og Víking og Thule má einnig finna í áfengiseinkasölu frænda okkar Færeyinga, Rúsdrekkasøla Landsins, og hafa notið þar talsverðra vinsælda.
CCEP
Greinar:

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt