Víking Classic – Nýr bjór í Viking fjölskylduni

0
721

Víking vörumerkið er samofið bjórsögu Íslendinga og er þekktasta innlenda bjórvörumerkið á markaðnum. Flaggskipið er Víking Gylltur sem verið hefur mest seldi bjór á Íslandi í fjölda ára. Nú kemur nýr bjór inn í fjölskylduna sem ber nafnið

Víking Classic er með meiri fyllingu og dekkri lit en hinn hefðbundni ljósi lager bjór. Hann er bruggaður úr pilsner malti en að auki eru notaðar í hann þrjár gerðir af dekkra malti sem gefa ölítinn sætukenndan karamellukeim í bragðið, auk hins ljós-rauðbrúna litar. Hann er létt humlaður og með væga beiskju sem leyfir maltinu að njóta

Auglýsing

sín.Víking Classic.

Víking Classic tilheyrir Vienna bjórflokknum sem varð til á 19 öldinni og telst bruggmeistarinn Anton Dreher upphafsmaður hans. Classic nafnið kemur til af því að svona bjór þykir líkari bjór eins og algengur var á seinnihluta 19 aldar. Stíllinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum og hefur náð nokkrum vinsældum til að mynda í Danmörku og sækir okkar Classic fyrirmyndina að nokkru þangað.

Til að byrja með er Víking Classic fáanlegur í 500 ml dósum og á 30L kútum fyrir veitingastaði.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt