Vestfyen Pale Ale

0
273

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, ljós og nokkuð snöggur. Blúndan er frekar lítil og nokkuð snögg.
Nef er beiskt, humlar, sítrus og grape.
Uppbygging er rauð-hnetubrún.  Munnfylli er lítil og náladofi er rétt í meðallagi og hverfandi.
Bragð er biturt, mikið grape. Miðjan er ljúfari og færist út í ljúfann biturleika og sætt malt. Eftirbragð er ágætt, ennþá leifar af biturleika og sætu malti.
Venjan er góð, biturleikinn venst vel og hann verður ljúffengur fyrir vikið.
Þessi kom mjög á óvart, bjóst alls ekki við svona bitrum öl.. veit ekki alveg hvort hann geti kallast Ale fyrir vikið, en bara flottur. Mér finnst samt biturleikinn vera svoldið gervilegur, finnst hann ekki alveg ALVÖRU. Ölinn verður nokkuð flatur þegar á líður, passar frekar ílla við gervibragðið.
Ég gef þessum 55 af 100.

Auglýsing

Muninn

Hausinn er 1 putti ljós og snöggur
Body er hnetubrúnt
Nefið er ger, beyskir humlar og greip ávexti
Smakkast af miklu greip ávexti smá malti og beyskju
Eftirbragðið er mikið og gott greip með talsverðri beyskju
Engin blúnda
Nálardofi í meðallagi
Abv er 6,5%
Venjan er góð
Þessi pale ale er ekkert í líkingu við það sem ég bjóst við, meira í líkingu við áxaxtabjór, sem er greip í þessu tilfelli.
Get alveg mælt með honum. Yfir meðallagi. Fær 75 af 100 hjá mér

Fyrri greinBryghuset Svaneke Julebryg
Næsta greinBjór og heilsa
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt