Vestfyen Classic

0
298

Muninn

Hausinn er hálfur putti. hvítur
Body er rafgyllt
Nefið er ger, maís, humlar
Smakkast af hunangi, humlar, og maís
Eftirbragð er ljúft en sætt,þó stutt
Blúndan er létt og lítil
Nálardofinn er lítill og munnfylli í meðallagi
ABV er 4,6%
Þessi pilsner er virkilega skemmtilegur og með þeim skemmtilegri sem ég hef prófað
Er einn af útsölubjórunum sem fást í danaveldi, en gæðin í honum eru ekki útsölu.
Skemmtilegasti pisnarinn hingað til gef honum 45 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur og rólegur. Blúndan er ágæt og róleg.
Nefið er ger og maískorn.
Uppbygging er kopar-gyllt. Fylling er OK og náladofi er góður.
Bragð er humlar og malt, humlarnir skína í gegn, krydd og biturleiki.
Venja er góð.
Vestfyen Classic er einn af þessum ódýru og góðu. Kassinn af þessum er með þeim ódýrari, ef ekki ódýrasti classic sem þú færð í DK, rétt um 3 kr flaskan. Hann er þó nokkuð bragðmeiri og ljúffengari en Albani ölinn. Algjörlega peningana virði.
Ég gef þessum 35 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt