Verð á áfengi hækkar enn…

3
391

Nú er þrýst en meira á bjór neyttendur, það hefur verið stöðugur straumur á hækkun á áfengisgjöldum á síðastliðnum árum og árið 2012 er ekki undanskilið því. Hækkuninn núna um áramóttin er að meðaltali 5,1% á alla flokka. Meðal hækkun á lagerbjór í Vínbúðunum er 1,55%.

Í árskýrslu ÁTVR 2010, var verð álagning á bjór svo hljóðandi; innkaupsverð 80kr (26%) áfengisgjald, virðisaukaskattur og skilkjald 191kr (62%) og álagning ÁTVR 38kr (12%), miðað er við 500 ml bjór 5%. Í dag er talning hjá Vínbúðunum og byrja þær á 2012 sölunni á morgun Þriðjudaginn 3. Jan. Það verður gaman að skoða tölunar í árskýrslu 2011 og bera þær saman við önnur ár og árið sem er byrjað.

Auglýsing

Bjór er mest selda varan í vínbúðunum og má sjá að í krónum talið að, um 45,9% af allri áfengissölu ÁTVR 2010 var bjór, þar á eftir er rauðvín með 17,5. Íslengingar eru að drekka bjór í mjög miklu mæli og má því ekki vanmeta bjór. Því þurfum við að halda áfram að bæta og styrkja bjórmenningu Íslands. Lærum að njóta bjórs og virða hann. Með bætu úrvali og auknu framboði lærum við betur að virða sögu og menningu bjórsins, bjór þarf ekki að neyta í miklu magni til að njót hans, minna er stundum meira.

Heimildir;

3 ATHUGASEMDIR

 1. Mér er spurn; til hvers? Sumir vilja meina að þetta sé til að stjórna áfengisneysluni, en þarf að stýra okkur eins og littlum börnum? Ef áhyggjuefnið er að fólk sé að misnota áfengi, þá er þetta klárlega ekki leiðin til að stjórna neysluni, ef fólk ætlar sér að misnota áfengi, þá finnur það sér aðrar leiðir eins, bruggar, smygglar og s.frv. þar sem viljinn er, þar er leið. Það hefur líka verið gífurleg aukning í sölu á bruggtækjum sem ætti að vera góð vísbending um að fólk lætur ekki segja sér.

  Hins vegar, ef þetta er enn ein hálf hugsaða leiðin til að auka tekjur ríkisins, þá varð minnkun á söluni á milli ára og er þetta því ekki leið til að auka tekjurnar, það sést best í ársskýrslum ÁTVR, þ.e.a.s. ef einhverjum vantar heimildir.

  Það væri nær að, lækka skattana flatt á allt, e.t.v. 15 – 20% (tekjuskattur, matvöruskattur, eldsneyti og s.frv.) og e.t.v. myndi iðnaðurinn taka aftur við sér, fjárfestar færu aftur af stað og þó svo að þetta myndi ekki skila ríkissjóði mikið til að byrja með, þá myndi þetta klárlega borga sig til lengri tíma litið, þ.e.a.s þegar iðnaðurinn / atvinnulífið tekur stórann kipp vegna hagstæðra skilyrða.

  En hver er ég svo sem til að segja til um þetta, ég bý bara á þessu landi :-p

 2. 14. gr.
  Álagning ÁTVR á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 18% en
  álagning áfengis með meira en 22% hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 12%. Við ákvörðun á
  áfengisinnihaldi vísast til laga um gjald af áfengi og tóbaki

 3. 3. gr.
  Starfsemi ÁTVR skal miða við að hún sé sem hagkvæmust og afli tekna, sem nægi til að greiða
  rekstrarkostnað og skila arði til ríkissjóðs sem telst hæfilegur, m.a. með tilliti til þeirra eigna sem
  bundnar eru í rekstri verslunarinnar.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt