Útflutningur á bjór rýrnar hjá risunum

0
256

Útflutnings árið 2011 hjá Bandarískum bjór framleiðendum hefur tekið dýfu og hefur ekki verið eins lágt síðan 2003 en, Anheuser-Busch og Heineken tóku stórar dýfu niður á við.

Á heimsvísu hefur útflutningur frá bandaríkjunum lækkað um 2,9 miljón tunnur eða um 1,4% síðan 2010 samkvæmt frétta bréfi frá Beer Marketer‘s Insights

Auglýsing

Stærsta fallið á meðal annars Anheuser-Busch (InBev) sem eiga meðal annars Budweiser, Michelop, Becks og marga fleiri eða um 2,9 miljón tunna eða sem nemur 2,9%. Þetta setur útflutninginn þeirra niður í 98,8 miljónir tunna en það er í fyrsta skipti sem að fyrirtækið flytur útt minna en 100 miljón tunnur. MillerCoors fóru niður um 3% í útflutning sem setti útflutning þeirra niður í 60 miljón tunnur.

Bæði fyrirtækin Anheuser-Busch og MillerCoors urðu fyrir miklu falli á mörkuðum 2011 það fyrrnefnda féll um 0,7% upp í allt að 47% (eftir mörkuðum) og MillerCoors í allt að 28,4%.

Úttflutningur Heineken USA dróst saman um 3,9% og Diageo/Gunners USA dróst saman um 2,4%

En það var ekki svo slæmt alstaðar því smærri fyrirtæki eins og  Yuengling sem er staðsett næri Pottsville, Pennsylvania sem er einnig þekkt sem elsta brugghús í Bandaríkjunum rauk upp um 19,9% og eigendur Samuel Adams Boston Beer Co fóru upp um 8%

Barir og veitinga hús í Bandaríkjunum geta þó glaðst fyrir árið 2012 þar sem spár hljóða upp á aukningu í sölu áfengis samkvæmt Techonmic Inc. Þar er spáð því að vín neysla muni aukast um 3,5% og bjór um 2,2% og sterkara um 2,3%. Á heildina litið mun neysla áfengis aukast um 2,4% á árunu 2012.

Þessi ágóði mun samt koma mestur fram í hærra verði, því aukinn eftirspurn hefur verið á meiri gæða bjór  og úrvals áfengi.

Við höfum orðið fyrir þeirri markaðstefnu hér á landi líka og má sjá aukningu í sölu á bjórum.
Lager millidökkur
seldist í 390.861 einingum (flöskum og dósum)2005 en um 1.373.442 einingum 2010.
Öl – stát og portari
seldist í  59.776 einingum 2005 en í 104.210 einingum 2010
Hveitibjór
29.406 einingum 2005 en 86.562 einingum 2010

Þessar sölutölur sína fram á tugi til hundruði prósenta aukningu á 5 árum. Við erum að sjá aukningu á eftirspurn eftir meira úrvali og vonum við að slíkt haldi áfram að gerast. Það er spurning um að stórfyrirtæki eins og Anheuser-Busch og MillerCoors hafi ekki verið viðbúin því að fólk er farið að sækjast eftir fjölbreytni og bjóra frá smærri brugghúsum sem vinna ekki eins mikið á fjöldaframleiðsuni, heldur gæði hvers bjórs.

http://latimesblogs.latimes.com/money_co/2011/11/alcohol-sales-projected-to-rise-in-2012.html

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt