Uppskeruhátið Bjórspjall.is

0
269

Þann 30. apríl síðastliðinn, var í fyrsta sinn haldin uppskeruhátíð Bjórspjall.is. Var markmið hátíðarinnar að koma saman flestum, ef ekki öllum, bjórframleiðendum landsins á einn stað til að kynna þeirra vörur fyrir neytendum og fá álit neytanda á þeirra bjórum.

Mættu 6 af 8 brugghúsum landsins á hátíðina og fór þetta því fram úr okkar björtustu vonum. Það skráðu sig rúmlega 120 manns á hátíðina og varð enginn svikinn sem mættu, þar sem um 20 tegundir af bjórum voru smakkaðir um kvöldið.

Auglýsing

Þau brugghús sem mættu, voru; Bruggsmiðjan, Mjöður, Víking ölgerð, Ölgerðin / Borg brugghús, Ölgerð El-Grillo, og Ölvisholt.

Partur af smökkuninni var svo að fá gesti hátíðarinnar til að gefa sitt álit á þeim bjórum sem smakkaðir voru, er óhætt að segja að fólk var meira en til í að tjá sig um bjórana og verða niðurstöður gesta hátíðarinnar án efa mikilvægt fyrir þróun afurða brugghúsa landsins.

Greinilegt er að, mikil þörf var á slíkri hátíð, enda hefur þetta ekki verið reynt áður hér á íslandi svo langt sem við vitum. Hátíðar eins og þessar eru mjög tíðar og stórar í löndunum í kringum okkur og afar mikilvægar fyrir neytendur og sérstalega brugghús þar sem þau nýta tækifæri til að kynna sínar afurðir og jafnvel nýta slíkar sýningar til að kanna hvernig nýjir bjórara falla neytandanum í geð, áður en þeir koma á markaðinn, því rísa og falla margir nýjir bjórar á slíkum hátíðum. Er von okkar sú að, á komandi árum, þá verði nýjir bjórar kynntir á uppskeruhátið Bjórspjalls og að neytandinn fái þá einstakt tækifæri til að segja sitt álit á nýjum bjórum sem eiga þá enn eftir að líta dagsins ljós í Vínbúðum landsins.

Ekki var annað hægt að heyra og sjá en að, gestir jafnt sem brugghúsin, hefðu skemmt sér vel og mikið gagn hafi verið af hátíðini, enda mikið um skoðana skipti á milli neytanda og brugghúsana. Vonum við að það muni skila sér í enn betri vörum, jafnvel nýjum bjórum og umfram allt, betri bjórmenningu.

Var þessi hátíð fyrsta af vonandi mörgum hátíðum Bjórstalls og stefnan tekin á að skipuleggja en glæsilegri hátíð að ári liðnu. Er í burðarliðnum að halda einhversskonar bjórmenningar útihátíð í sumar og jafnvel aðra bjórsmökkunarhátíð nema með aðeins breyttum áherslum, en það verður auglýst allt nánar síðar. Fyrst er stefnan tekin á að koma bjórmenningarfélaginu af stað og strax í kjölfarið verður farið í að skipuleggja aðrar hátíðir.

Við viljum að endingu, þakka öllum þeim sem mættu, sérstaklega brugghúsum landsins og Ránni, fyrir að hafa tekið þátt og gert þetta mögulegt og vonum að þetta verði byjunin á en glæsilegri hátíðum, sem munu hjálpa íslenskri bjórmenningu að ná nýjum hæðum.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt