Uppskeruhátíð – Bjórfestival

1
373

Þann 30. apríl næst komandi, verður haldin uppskeruhátíð og 1 árs afmæli Bjórspjall.is. Þessi hátíð verður merkileg að því leitinu til, að þar koma saman flestir ef ekki allir, bjórframleiðendur landsins og kynna sýna afurð (bjór smökkun) á einum stað, eða Ránni, Reykjanesbæ. Það sem aðstandendur Bjórspjall.is komast næst, þá hefur ekki verið reynt áður að halda slíka hátíð hér á landi og er það því okkur sönn ánægja að vera fyrstir að koma af stað slíkri hátíð sem eru mjög tíðar og stórar í öðrum löndum. Er von okkar sú að, þetta verði vísirinn að enn stærri hátíðum þar sem nýjir bjórar verðir kynntir og neytandinn fær að kynna sér og gagnrýna áður en þeir líta dagsins ljós á almennum markaði.


Á hátíðini verða nú þegar kynntir í það minnsta 2 nýjir bjórar sem verða settir á almennan markað innan skamms fyrir utan að kynna nýtt brugghús í leiðini, þá verða kynntir um eða yfir 20 tegundir og jafnvel bjórar sem voru einungis tilraunverkefni eða sér bruggaðir og ekki ætlunin að setja á almennan markað.

Auglýsing

Gefst gestum hátíðarinnar tækifæri að smakka íslenska bjóra ásamt því að gestir geta verslað sér íslenska bjóra sem þeim líst vel á. Verður boðið upp á að kaupa sér mat fyrir þá sem vilja og verður frítt snakk í boði frá Iðnmark (snakk.is). Það kostar ekkert að skrá sig á hátíðina, nánari upplýsingar og skráning fer fram hér http://bjorspjall.com/?page_id=3278, ath, takmarkaður sætafjöldi, fyrstir skrá sig, fyrstir fá. Hægt er að panta sér ódýr hótel herbergi fyrir þá sem koma langt að.

Dagskráin er sem hér segir;

kl 19:00 – Salurinn opnaður

kl 19:10 – Hátíðin formlega sett, kynning og s.frv.

kl 20:00 – Bjórsmökkun

kl 22:30 – 23:00 – Hátíðin endar.

kl 23:00 – Hljómsveit tekur við og

spilar fram á nótt.

1 athugasemd

  1. Vorum því miður að fá fréttir um að eitthvað hefði komið upp á hjá nýja brugghúsinu og þurftu þeir því að hætta við að koma, þar með verður víst ekki smakkaðir 2 nýjir bjórar á hátíðini, vonum að þeim vegni vel.Þrátt fyrir þessar slæmu fréttir þá, njótum við þó allra hinna bjórana sem verða í boði, þetta stefnir allt í frábæra hátíð þrátt fyrir smá hnökra 🙂

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt