Úlfur, úlfur, úlfur… nei hættu nú alveg…

0
613

Eins og sagan gengur, fyrst var það Úlfur, svo var það úlfur, úlfur, við þekkjum framhaldið og nú erum við hætt að trúa, eða hvað. Nýjasta snildar verkið frá Borg brugghús er án efa nýja viðbótin í Úlf seríuna, eða Úlfur, úlfur úlfur Nr.50. Hættulega góður bjór fyrir alvöru humla aðdáendur, enda spila þarna ljósir ávextir, ananas, heilu heisáturnar, mikil en þægileg beiskja í eftirbragðinu, hrikalega góð munnfylli. Úlfur, úlfur úlfur Nr.50 er án efa einn af betri bjórum ársins.

Úlfur, úlfur úlfur Nr.50 (á þessum púnkti var copy/paste orðinn vinur minn) er pínu á gráu svæði þar sem Borg Brugghús vill meina að hann sé triple IPA, en eins og við vitum, þá gerðu þeir garðinn frægan og freistuðu gæfunar með Úlf Úlf Nr.17 sem var þá þegar farinn að hljóma lýgi líkast. Double IPA er ekki beinlínis það að, tvölfalda magn humla sem vanalega er notað í IPA, heldur er þetta samspil humla og aðeins hærra alkóhól magns. Tripple IPA heldur þá áfram á sömu braut, meira af humlum, hærra alkóhól magn, í við þykkari og skítnóg af þurrhumlun. Triple IPA er því kominn aðeins út fyrir kortið og sumir vilja meina að þetta sé í raun, imperial IPA, eða jafnvel, barley wine. Þrátt fyrir allt rifrilidði sem hefur skapast í netheimum um þennan stíl, þá skulum við treysta frumkvæði snillingana í Borg brugghús og förum eftir þeirra hugmyndum, hér er svo sannarlega úlfur á meðal bjóra.

Ólíkt söguni um drenginn sem hrópaði úlfur of oft, þá er ekkert að efast hér, þetta er einn af humluðustu bjórum í bjór sögu Íslands. Humlarnir sem fóru í þennan er hvorki meira né minna en humlarnir, Citra og El dorado. Citra er nokkuð nýlegt afbrigði sem kom á markaðinn 2007 og hefur verið vægast sagt áberandi í IPA heiminum. Þessi humall gefur af sér eins og nafnið gefur til kynna, nokkuð áberandi citrus bragð og suðræna ávexti. Bjórar sem þessi humall hefur getið af sér eru eins og t.d Night Shift Citranation, Ace of citra og Three Floyds Zombie Dust. El dorado er svo aftur í svipuðum flokki, aðeins yngri en Citra en spilar svona ljómandi vel með, með góðri beiskju og suðrænum ávöxtum sem skilar sér svona ljómandi vel í Úlfur, úlfur úlfur Nr.50. Bjórar sem El dorado hefur getið af sér eru t.d Firestone Walker 17, Pinta Imperator Bałtycki og Trillium Scaled – Double Dry Hopped, hrikalegir bjórar sem vert er að prófa og nú okkar eigin tripple IPA, Úlfur, úlfur úlfur Nr.50.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt