Tuborg Julebryg

0
382

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, ljós og meðalsnöggur. Lítil sem engin blúnda og hengjan í hausnum er ágæt.
Nefið er malt, ger og humlar.
Uppbygging er hnetubrún og þunn með góðum náladofa.
Bragð er ferskt með sítrus með léttu malti og malt eftirbragði. Meira maltbragð neðar í glasinu. Mjög ferskur en frekar bragðdaufur.
Venja er góð.
Flaskan er töff, nýtískuleg, eins og sé verið að höfða til yngri kynslóðarinnar. Mætti vera í hina áttina fyrir minn smekk.
Þetta er góður og ferskur drykkur, jafnvel góður öl.
Þessi fær 20 af 100 frá mér.

Auglýsing

Muninn ‎

Hausinn er ca 2 puttar. Body er hnetubrúnt og tært.
Nefið er ger vottur af jörð.
bragðast af malti, virkar ferskur með humlum.
Eftirbragðið er malt og vottar á beiskju.
Blúnda er lítil
ABV er 5,6%
Flaskan er hönnuð eins og það sé of mikið af límmiðum á henni og er það hönnun ársins á jólatúborgflöskuni en hún breytist á hverju ári.
yfir höfuð er þessi ágætur en höfðar ekkert sérstaklega til mín og þá aðallega það að hann er að mínu mati vatnskendur.
er á meðallagi miðað við það sem ég bjóst við. fær hann 50 af 100 hjá mér og setur standardinn fyrir aðra jólabjóra sem koma á eftir.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt