Trappistes Rochefort nr. 10

0
229
Muninn
Hausinn er lítill , ljós og mjög stuttur
Body er dökk, dökk brúnt
Nefið er malt, alkohol, rauðvín
Smakkast af sætu malti, karamellu, lèttu hveiti, keimur af alkoholi, dökkir ávextir.
Eftirbragð eru fyrrnefnd brögð með sæmilegri hengju
Blúndan er létt með lítilli hengju
Nálardofinn er mildur og munnfylli mikið
Abv er 11,3%
við kaupin á þessum átti ég von á miklu og tel ég mig hafa fengið mikið. Áður var ég búinn að prófa áttuna sem er klárlega sá besti sem ég hef prófað hingað til, það er eðlilegt að áfengisbragðið finnist þar sem hann er 11,3% en miðað við það er bragðið lítið.
Þessi venst vel og er ég sáttur við kaupinn á honum, litli bróðir hanns hefur samt sem áður vinninginn. Gef honum 94 af 100
Huginn
Hausinn er rétt tæpur fingur og mjög snöggur. Blúnda er þétt, olíukennd og snögg.
Nefið er rauðvín, dökkir ávextir og ger.
Uppbygging er dökk og ógegnsæ. Mikil fylling og náladofi er fínn.
Bragð er þurrt og biturt, ávextir, rauðvín. Miðja er bitrari en byrjun, sem var svolítið sætari. Eftirbragð er frekar stutt. Þessi er öðruvísi en allir aðrir sem ég hef smakkað, hið mikla áfengismagn felst vel í bragðinu, finnst aðallega sem bruni í hálsi. Veit ekki hvernig þessi er bruggaður, en gæti vel ímyndað mér að hann fái að eldast í rauðvínstunnum, hann hefur þennann „aged“ fíling. Bragðmikill, sterkur og bitur Belgískur („rauðvíns“) öl.
Ég gef honum 95 af 100.
Auglýsing

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt