Til hamingju með daginn!

0
284

Eins og flestum er kunnugt er nokkuð merkilegur dagur fyrir bjórunendur í dag. Í dag eru 22 ár liðin frá því að bjór var leyfður aftur á Íslandi, eða 1 mars, 1989. Það var þó kominn vísir að því að aflétta banninu miklu fyrr en raun varð, Pétur Sigurðsson alþingismaður hóf baráttuna að því að við mættum brugga áfengt öl og selja innalands, lagði hann tvisvar sinnum fram þá tillögu, 1961 og 1965 en það náði ekki fram að ganga, en við verðum að þakka honum fyrir að reyna og minnast þessa gjörða hans í dag.

Bjórinn er svo aftur einn vinsælasti drykkur sem til er í heiminum á eftir vatni, kaffi og te. Er líka óhætt að segja að fáir drykkir hafa jafn mikla fjölbreytni og bjór og jafn ríka og langa sögu. Það gera sér ekki margir grein fyrir hvað það er mikil list að brugga bjór og höfum við á bjórspjall.is tekið þá stefnu að kenna inn á bruggun bjórs, þar sem það virðist vera eina leiðin til að sýna hversu fjölbreytt og mikil list það er.

Auglýsing

Bjórmenning á íslandi hefur tekið stórt stökk undanfarin 5 ár. Mikið af nýjum brugghúsum hafa opnað og markaðurinn orðið mjög fjölbreyttur og gerðum við hér á bjórspjall.is okkur ekki grein fyrir því gífurlega úrvali af íslenskum bjórum sem komnir eru á markaðinn eða rúmlega 55 tegundir sem við höfum skráð á Bjórspjall.is.

Á þessum 22 árum sem bjór hefur verið leyfður aftur, þá hefur ástandið bæði batnað og versnað. Batnað að því leitinu til að, fjölbreytnin er orðin mjög góð en versnað þar sem ríkið herðir sífelt ólina að bjór iðnaðinum. Við höfum séð skattana hækka og hækka sem leggur þungar byrgðar á Íslendinga, bjóriðnaðinn og bjórmenninguna í heild sinni. Fæstir gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því hversu stór þessi iðanaður er, en 2009 var framleitt rúmlega 19 milljón lítrar af bjór á íslandi, reikni nú hver fyrir sig hversu mikið það skilar í þjóðabúið. Það verður líka að segjast, að stofnanir eins og SÁÁ fá innan við 1% af þeim hagnaði sem ÁTVR skilar ríkinu á hverju ári, því er óhætt að segja að ríkið sé ekki beinlínis að reyna að stuðla að neyslustýringu og koma í veg fyrir ofneyslu eins og ríkið vill meina með einka sölu sinni, þar sem þvert á móti, þá er ríkið að reyna að græða meira með meiri sköttum og ætlast því til þess að fólk haldi áfram að versla í sama magni og áður þ.e.a.s. ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að fá auknar tekjur í gegnum aukna skatta.

Þótt margt þurfi að breyta og bæta, þá er bjórmenning hér á íslandi rétt nú að stíga sín fyrstu skref í átt að fjölbreytni og samkeppni. Mikið af fjölbreyttum og góðum síðum hafa líka skotið upp kollinum eins og t.d. fagun.is, bjorbok.net, bjorspjall.com og nú nýverið Íslensk bjórmenning (facebook). En er þó töluvert langt í land þar sem ekki er mikil samstaða innan bjórmenningar á íslandi og eru því margir sem vilja vera í sitthvoru horninu í stað þess að slá saman í eitt og gera eina öfluga liðsheild sem getur stuðlað að enn fjölbreyttari og betri bjórmenningu á íslandi. Er von okkar sú að, á komandi árum, að við fáum að sjá og jafnvel taka þátt í slíkri uppbyggingu.

Bjórspjall.is er enn að stíga sín fyrstu skref, enda rétt að ná fyrsta árinu, en við teljum okkur hafa gert mikið á þessum tíma og er von okkar sú að geta gert en betur á þessu ári jafnt sem komandi árum. Við óskum öllum bjórunendum til hamingju með daginn, Skál!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt