Thisted Triple

0
268

Muninn

Hausinn er 3 puttar, hvítur og snöggur, skemmtileg blúnda. Body er gyllt. Nefið er mikið ger í bland við ferska ávexti og jörð. Bragð er beyskir humlar og sítróna . Beiskleikinn er yfirgengilegur, þeir nota víst 3 tegundir af humlum og passa þær ekki saman í þessari blöndu. Flaskan er sama hönnun og aðrir bjórar í þessari línu. Tappinn er svartur. ABV er 5,1% og ekki skal rugla þessum Öl við tripel bjóra sem eru lostæti. Þessi er mikið fyrir meðan meðallag og passar ekki við minn smekk. Mæli ekki með honum þar sem ég nánast get ekki klárað hann, get honum 13 af 100

Huginn

Stór og mikill þriggja fingra haus. Hvítur og rjómakenndur. Meðal snöggur. Lítil og snögg blúnda.
Nefið er ger, sítrus.
Uppbygging er appelsínu-gyllt, þunn og náladofi er í meðallagi, helst í gegn.
Bragð er beiskt, sítrus/grape, ger með þurru eftirbragði. Miklir humlar. Eftirbragð er þó nokkuð, samt mjög þurrt, beisk með klípu af malti. Eftirbragð situr framarlega.
Venja er nokkuð góð.
Flaskan er eins og allar í Thisted línunni.
Þessi bjór er ágætur, venst fínt. Hefur eiginlega ekki rétt á að heita Triple, þó það sé ekki rétt skrifað á miðanum. Stendur þó Pilsner aftan á flöskunni, þá er þetta helv. góður pilsner.
Ég gef þessum netta 35 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt