Thisted Stenøl

0
311

Muninn

Hausinn er 1 putti, meðal þéttur og ljós. Body er dökk rautt. Nefið er frúttí og ger og krydd. Bragðast flókinn, sætur en samt tiltölulega mikið súr jafnvel greip ávöxtur og beiskja. Mikil beiskja í eftirbragði. Engin blúnda. Þessi er APV 7,6% lítil hönnun lōgðí flöskurnar og er hann númer 5 í Seriunni. Venst ílla.
Undir meðallagi, fær 29 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er um einn fingur og mjög snöggur. Hverfur alveg, með engri blúndu.
Nefið er lítið og beiskt, jafnvel út í ekkert. Smá karamella neðar í glasinu.
Uppbygging er vínrauð, mjög þunn og tilkomulítil. Koltvíssíringur er ágætur.
Bragð eru sætir dökkir ávextir, miðjan er beisk með beisku/sítrus eftirbragði. Verður beiskari og beiskari þegar á dregur.
Sama flaska og Porsinn, í sömu línu nr. 5. og fær akkurat 5 fyrir hönnun.
Þessi var alls ekki eins og ég bjóst við, þunnur og vínrauður, beiskur. Stóðst ekki væntingar og var beiskur á versta máta, gervi.
Ég gef þessum 12 af 100 í einkunn.

Fyrri greinPáskabjórar 2014
Næsta greinLeffe Blonde
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt