Thisted porter

0
328

Muninn

Hausinn er 1 putti, dökkur og snöggur
Body er eins svart og gerist, algerlega ógegnsætt
Nefið er dökkir ávextir, reykt malt og brennd kaffi
Bragðast af reiktu malti, anís og beyskju, jafnvel sítrus og brenndu kaffi
Eftirbragðið er aðallega anís, og beiskja leiðir til reykts kaffi
Engin blúnda, nálardofinn er mildur
ABV er 7,5%
Þessi bjór er meira í líkingu við að reina gera gott malbik en að gera
góðan porter, hann hefur ekki eins góða áferð og bestu porterarnir,
bragðsterkur en ekki nægilega þykkur
Venjan er í meðallagi
Ekki einhvað sem ég legg mig í líma við að finna aftur og því miður er
þessi porter ekki að standa undir væntingum, ég gef honum 70 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er einn fingur, brúnn og snöggur. Blúnda er engin.
Nefið eru dökkir ávextir, malt, karamella, súkkulaði, lakkrís, kanill og blóm.
Uppbygging er biksvört. Fylling er mikil og náladofi rétt undir meðallagi.
Bragð er sítrus svo örlítið beiskt og mikill anís, kaffi í miðju og
endar í malt/aníseftirbragði.
Venja er nokkuð fín.
Þessi er nokkuð flottur og flókinn. Porter sem er kannski á leiðinni
út úr skápnum. Mikill „léttleiki“ og sítrus, sem gera hann þó nokkuð
áhugaverðann. Sítrusinn tekur strax á móti þér, svo anís/beiskja..
hoppar svo yfir í kaffi og malt/anís, þar sem þeir síðarnefndu fara þó
með sigur af hólmi. Þessi brögð vinna þannig saman að þú hugsar þig
nokkrum sinnum um.
Ég gef þessum heila 92 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt