Svyturys Baltijos Dark Red

0
292

Muninn

Hausinn er lítill sem enginn
Body er amber
Nefið er malt, karamella og ger
Bragðast af malti, karamellu og humlum, jafnvel að smá áfengisbragð læðist með. Sætan er í jafnvægi við maltið og humlana sem gerir hann nokkuð góðann.
Eftirbragð er aðallega sæt karamella en staldrar fremur stutt við.
Blúndan er enginn
Nálardofinn er mildur og munnfylli er ríkt og þægilegt
ABV er 5,8
Venjan í þessum er bara nokkuð góð, sáttur eftir hann. Ég er líklegur til að fjárfesta í honum aftur.
Gef honum 75 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er einn fingur, ljós og frekar snöggur. Blúndan er lítil og snögg.
Nefið er sætt malt og ger.
Uppbygging er appelsínu- rauð. Fylling er góð og náladofi í meðallagi.
Bragð er sætt malt, karamella, sætir ávextir. Smá beiskja í miðjunni en rennur aftur út í malt í eftirbragði. Eftirbragð er langt og ljúft.
Venja er mjög góð.
Þessi er ljúfur og sætur, samt ekki oft sætur, sem betur fer. Hann rennur ljúft niður, ljúffengur og eitthvað sem maður verslar aftur.
Þessum gef ég 75 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt