Surtur (2012) – Borg Brugghús

0
418

Fyrsta álit, íðilfagur, biksvartur, mjög flott froða, brún og mikil – útlitið er hrikalega flott! Nefið segir, mjög brenndir tónar, sætur rjómi, karmela, það væri hægt að þefa af honum endalaust, mjög flottur ilmur. Bragðið; dýsætur, heitur, brenndir tónar, reyktur, rjómakenndur, desert bjór. Miðað við hvað hann er sterkur, 12%, þá finnst ekki mikið alkahól bragð, sem við urðum mjög hrifnir af.

Þar sem hann er svo sætur og flottur bjór, þá ákváðum við að gera súkkulaði próf og smökkuðum við suðusúkkulaði frá nóa siríus og var þetta allra besti páskabjór sem við höfum smakkað, Nói siríus og Borg brugghús ættu að fara í samstarf og gefa út þennan bjór með páskaeggjunum, án gríns, þetta er frekar páskabjór heldur en þorrabjór, reyndar alls ekki þorrabjór!

Auglýsing

Þessi bjór er svo að uppfylla væntingar okkar! Ótrúlega vel heppnaður, eitthvað til að hlakka til á hverju ári, en mætti vera frekar sem páskabjór heldur en Þorra. Það væri vel hægt að selja bjórinn á mjög fín veitingahús sem eftirréttur.

Við sáum það fyrir okkur að ÁTVR ætti að byrja að selja páskaegg, með Surt greyptan inn í eggið.

Þessi eðal  bjór, sem svo mikil eftirvænting fór í, lifði svo fyrir öllum væntingunum eins og áður sagði, fær 97 af 100 í einkunn. Hérna er einn af bestu stout bjórum sem við höfum nokkurn tíman smakkað.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt