Sunnudagsbíltúr í Ölverk, Hveragerði.

1
907

Eftir að ég og konan mín eignuðumst barn, þá hefur verið smá leitun að góðum veitingahúsum sem allir í fjölskylduni geta notið. Eins og með allar fjölskyldur, þá fylgja oft smá sér þarfir, í okkar tilfelli, þá er það, grænmetisæta, bjórnörd og eins árs gömul lítil skrítla sem veit ekki hvað „sittu kjur“ þýðir.

Ég hafði heyrt mikið talað um nýjann stað í Hveragerði að nafni, Ölverk og hafði mig lengi langað að kíkja þangað til að svala bjór nördanum í mér og náði ég að sannfæra konuna um að fara í smá „sunnudags bíltúr“ í Hveragerði og skoða staðinn. Verður að viðurkennast að þetta var gert meira fyrir mig en þegar á endan var litið, þá fórum við öll mjög svo sátt frá borði!

Ölverk er pizza og brugghús. Bruggmeistari Ölverks er hvorki meira né minna, fyrrum bruggmeistari Ölvisholts og fyrir þau ykkar sem kannist við bjórana frá Ölvisholti, þá skyldi engan undra að hér er á ferð einn af bestu bruggmeisturum íslands, svo vægt sé til orða tekið.

Þegar komið var inn, þá mætir okkur hlýlegt andrúmsloft og vinalegt viðmót. Viðarilmurinn tekur hlýlega á móti manni, þar sem eldbakaðar pizzur spila stórt hlutverk á staðnum.

Eins og áður sagði, þá voru smá sér þarfir og er óhætt að segja að, pizzurnar voru við allra hæfi. Grænmetis pizza handa konuni, sveppa pizza handa stelpuni og eðal peperoni pizza með lauk og sveppum (uhum) fyrir aðal sér þarfa púkann á heimilinu sem hingað til, hefur aðeins viljað pizzur frá ákveðnum stað á landinu, en förum ekkert nánar út í það  hér, en það er óhætt að segja að það breyttist á einni kvöld stundu.

Við gæddum okkur á pizzum sem voru bornar fram af einstaklega geðþekkum þjónum sem búa yfir mikilli þjónustulund og þolinmæði. Tóku þau sér tima til að ræða við okkur og þegar við gleymdum okkur í alsæluni og misstum sjónar af stelpuni okkar í 5 sekúndur sem þá hafði ákveðið að fara í smá ævintýraferðalag inn í eldhús staðarin, aðeins að heilsa upp á starfsfólið sem tók henni einstaklega vel, en varð því miður fyrir hana, mjög skammlíf heimsókn þegar hún sá öll dásamlegu glitrandi glösin og það, allt saman í hennar hæð, hefði ekki getað gerst betra ef fyrirætlanir hennar hefðu náð lengra.

En aftur að pizzunum sem voru hreint út æðislegar! Að þeirra sögn, þá er aðeins notað besta fáanleg hráefni sem svo sannarlega skilaði sér í einstökum pizzum. Eins og konan mín orðaði það, „svo ótrúlega hreinir bragðtónar“, verð ég að taka undir það, sérbruggaður hágæða bjór og eldbakaðar pizzur koma saman í einstakri upplifun.

En svo ég láti nú aðeins skína í bjór nördinn, þá verður enginn fyrir vonbrigðum með bjórana frá Ölverk. Voru þau með 6 tegundir af bjórum á krana sem er bruggaður af þeim, fyrir utan flott úrval af bjórum frá meðal annars Brothers Brewery, Ölvisholti og öðrum flottum brugghúsum.

Brugghúsið er ekki stórt, eða um 3 hl per brugg og það merkilegast er að, þau nota aðeins gufu til að sjóða bjórinn (myndband af því kemur e.t.v síðar). Eins og sjá má á myndunum hér að neðan, þá eru sex myndarlegir tankar tengdir beint inn á krana staðaðrins, bjórinn er því ósíaður og eins ferskur og hann gerist.

Bjórarnir sem voru smakkaðir voru;
1. Þýskur Pils 4,7% –Falleg kolla, örlítið skýjaður, gullinn. Blómlegur ilmur, pínu ljósir ávextir. Jurta beiskja í bragðinu, korn. Létt beiskja sem situr ekki í eftirbraginu. Einstaklega ljúfur og góður pils sem fer vel með flestum mat
2. Luffe, jólabjór, 3%. Milli dökkur – kaffi brúnn. Ilmurinn er af Anís, jafnvel smá hvönn. Bragðið er af anís, brenndir tónar, örlítið korn, jurta beiskja. Einstaklega vel heppnaður bjór.
3. Lúði, Jólabjór, 7,5%. Falleg kolla, kopar rauður, blómlegur ilmur, korn. Bragðið er, sætur, karmella, dökkir ávextir, jafvel marsipan. Mjög góð fylling, létt beiskja, miðlungs sýra, lítil beiskja í eftirbragði.
4. Millidökkur 5,5%, eins og nafnið gefur til kynna, þá er liturinn eftir því. Mildur ilmur, korn, karmella. Ríkt bragð, kom skemmtilega á óvart, mikil fylling, jurta beiskja sem leikur alveg undir blá endirinn. Beiskjan er löng en þægileg, örlítill sætuir keimur.
5. Kölsch 4,6%. Falleg kolla, ljós gullinn. Mildur ilmur, hreinn ilmur ef svo má segja, pínu grösugur, falleg kolla, ljós gullinn, léttur og örlítið grösugur. Góð munnfylli, létt beiskja í eftir bragðinu, mjög þægilegur, fylgir stílnum vel eftir.
6. Porter, 4,9%. Næstum bik svartur, brún falleg kolla. Ilmurinn er æðislegur, leikur hreint við mann. Karmella/toffee, jafvenl butterscotch. Bragðið er létt og hreint, léttir brenndir tónar, karmella, létt beiskja, miðlungs fylling. Kannski er það bara ég og ást mín á porterum og stout, en þessi er hreint út frábær.

Maturinn kom mjög á óvart og sannfærði mig um að það væru til æðislegar pizzur hérna á suðurhorni íslands. Bjórinn er eitthvað sem allir bjór nördar á íslandi ættu ekki að láta framhjá sér fara, hreint út æðislegur. Konan mín er enn að dreyma um pizzurnar og ég um bjórinn og pizzurnar, hefði það ekki verið fyrir það að, við búum (því miður) í Reykjanesbæ, þá hefðum við rennt aftur næsta dag.

Það er óhætt að segja að við munum koma aftur, enda mjög fjölskylduvænn staður, hlýlegt og notalegt andrúmsloft, frábærar móttökur og góð þjónusta.

1 athugasemd

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt