St. Bernardus 12

0
251

Útlitið; ‚Ótrúlegt, hreynt út ótrúlegt! Froðan ódrepanleg liggur við. Slæðan roslega flott. Dökk brúnn, smá rauður tónn. Nefið segir; Ávaxta lykt dauðans – jafnvel dauðinn myndi finna þessa lykt! Ávextir, bubble gum, ekki til spíri miðað við ABV 10%. Smá brenndir tónar. Bragðið; Hreint merkilegur, byrjaði á að verða fyrir vonbrigðum, spíri, brenndir tónar, sætur, en með hverjum sopa, þá fór bjórinn batnandi, smá bubble gum bragð, sætur, brennd karmela. Það kom smá spíra keimur undir endirinn en ekkert sem hrjáði okkur. Hann er þykkur, þægileg kolsýra, sætt eftirbragð.

Þegar aðrir væru með kampavín, þá væri þessi í glasi bjóráhugamannsins.

Auglýsing

Drukkum þennan við stofuhita, eða um 15 – 18°C, en mælt með að hann sé drukkinn við 6 -10°C og gerum við ráð fyrir að hann verði betri við það hitastig.

Við vorum sammála um að 96 væri vel við hæfi, þessi setur standardinn fyrir okkur, hvað klausturbjórna varðar. „Ósanngjarnt“ segir einhver, til svo margir góðir klausturbjórar. Þessi er það sem fólk ættu að vera að miða við eða í það minnsta eitthvað í áttina. Ef þið eruð ekki sátt, þá getið þið farið til belgíu eða pantað bjórinn í ríkinu eða jafnvel prófað nýja flugfélagið WOW* ( og nei, blizzard enterteinment er ekki farið fljúga út leikmenn) og nælt sér í einn. Mælum eindregið með þessum.

*viljum taka það fram að við erum ekki að auglýsa wow flugfélagið.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt