Er bruggið skemmt?

0
507

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað hægt sé að gera við slæmann eða skemmdan bjór/brugg. Heimabrugarar hafa allir á einhverjum tímapúnkti bruggað bjór sem hefur farið forgörðum og því er ekkert annað í stöðuni en að hella niður, eða hvað?

Ég fann ágætis hugmyndir og langar mig að deila hvað hægt er að gera við skemmdan bjór/brugg.

Auglýsing

1. Bjór í mat

Það er alltaf vinsælt að nota bjór í matargerð og getur jafnvel sýktur bjór verið notaður í það, t.d búa til góða mareneringu, hér fyrir neðan eru slóðir að góðri mareneringu, ef þið lesendur góðir hafið góðar uppskriftir, endilega deilið því með okkur.

Journal of Agriculture and Food Chemistry hefur gert rannsóknir á því að setja safaríka kjöt bitan þinn út í bjór í 4 klst áður en það er grillað. Þetta getur minnkað polycyclic aromatic hydrocarbons (PAHs)um allt að 53%, sem er skrambi gott og verður þá grillið aðeins heilsusamlegra.

Svo fer bjór víst mjög vel með chili og í sósur.

Svo þekkjum við öll leyndarmálið á bak við að sjóða góðar pylsur, jú, sjóða pylsurnar upp úr bjór! Fáið pylsurnar alveg eins og hjá bæjarins bestu.

2. Bjór sem áburður

Lifandi ger er kannski alveg það besta fyrir lóðina en það má drepa gerlana áður og vökva smá blett með bjórnum og sjá svo til áður en öllum bjórnum er dreift yfir lóðina. Bjór inniheldur mikið af næringarefnum sem geta gagnast plöntum. Það getur verið slæmt að hella mjög alkóhól ríkum bjór á lóðina, það má reyna að sjóða alkóhólið í burtu eða kannski er málið að reyna næstu tillögu.

3. Búa til malt edik.

Þegar við hugsum út í það, þá er malt edik ekkert annað en bjór eða vín sem hefur skemmst, munurinn er kannski sá að það er stjórnað ferli og ef þú nærð því, þá ertu kominn við malt edik.

Hér er svo hægt að lesa sér til um hvernig það er gert; Honest-food.net

Þegar þú hefur svo búið til malt edikið, þá eru til margar uppskriftir fyrir mat sem innihalda malt edik. Það er t.d. hægt að búa til sinnep, chutney, relish og maríneringu.

4. Eima bjórinn?

Þetta er kannski mikið vafa atriði þar sem það er búið að humla bjórinn og því kannski ekki heppilegasta afurðinn fyrir viskí framleiðslu en það má eima og sjá til, en ath. skemmdur bjór inniheldur eilítið meira af ósæskilegum efnum sem yrði þá eimað með, fyrir utan að það er kol ólöglegt að eima vín, en það má alltaf segja að það sé verið að búa til eldsneyti. Hvað svo sem verður gert, þá mæli ég með því að kynna sér ferlið mjög vel áður en eitthvað er gert og það er vert að taka það fram að þessi grein er eingöngu til fróðleiks og því getum við ekki tekið neina ábyrgð á því hvað lesendur taka sér fyrir hendur.

5. Bæta við meiri humlum

Kannski það geti bjargað einhverju að bæta við humlum og bragðbæta þá bjórinn og ilm. Fyrir utan að það er tæknilega mögulegt að bjórinn batni með tíð og tíma, það skildi því ekki afskrifa hann enn.

Það má líka taka kaffi pressu, setja humla og bjór, láta sitja í smá stund og pressa svo humlana sem gefur bjórnum skemmtilegt bragð og góðann ilm.

6. Snígla beita

Það má svo nota bjór sem snígla gildru, reyndar laðast önnur skordýr líka að þessu. Að skilja eftir skál með bjór í yfir nótt mun draga að alls konar skordýr sem munu enda lífdaga sína þar.

7. Bjór „pokarotta“ eða beer possum

Bjór pokarotta eða beer possum er víst heiti sem margir kannast ekki við en er víst skilgreining á þeim sem virkilega kann að meta bjór og þá sérstaklega fríann bjór. Við þekkjum í það minnsta einn þannig og kannski þú getir skipt á fríum bjór á móti greiða?

Gallinn við þetta fyrirkomulag er auðvitað að, þetta gæti komið illu orðspori af stað um hvers konar bruggari þú ert.

8. Drekktu bjórinn

Bjórinn gæti verið skemmdur en ekki það slæmur á bragðið, það er því ekkert að því að drekka bara bjórinn og slaka á. Það gæti því verið ágætis áminning fyrir næsta skipti sem þú bruggar að passa þig betur.

9. Þvoðu hárið upp úr bjór

hár verður einstaklega gott með því að þvo það upp úr bjór. Stærstu súper módel heimsins gera það mörg hver og vilja lítið annað.

Byrjaðu á því að kaupa hlutlaust hársjampó (án allra ilmefna og annara aukaefna), það er hægt að versla slíkt sjampó í Krónuni og það er meir að segja nátturuvænt (eða það er alla vega verið að tjá manni). Settu bjór í pott, u.m.þ bil botnfylli, sjóða svo bjórinn í 5 mín til að fá alkóhólið úr bjórnum og til að fá vatnið til að gufa upp. Blandaðu svo bjórnum í sjampóið.

Bjór sjampó ilmar vel af malti og humlum og er það mjög góður ilmur, það þarf alls ekki að óttast að hárið lykti eins og bjór eftir á, búinn að prófa og staðfesta þetta.

Heimildir;

Fermentarium.com

Lifehacker.com

 

 

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt