Skálaðu við skattinn! – Bjórmottan

0
236

„Skálaðu við skattinn!“ er slagorð nýrrar herferðar sem Samtök skattgreiðenda stendur fyrir. Er tilgangur herferðarinnar að fá ríkisstjórnina til að minnka svo kallaða lífsstílsskatta og þar með lækkun á áfengisgjaldinu, er t.d áfengisskatturinn af verði hvers bjórs um 75% og er því viðeigandi að skála með skattinum, því þú „keyptir“ einn handa honum.

Við hjá bjórspjall.is, höfum leynt og ljóst, ýjað að því hvað þessi skattur er gífurlega hár og er það okkur sönn ánægja að geta tekið þátt í að mótmæla þessum skatti.

Við kvetjum alla til að kíkja við á heimasíðu Samtaka Skattgreiðenda og lesa greinina og taka þátt í að mótmæla lífsstílsköttum, eða eins og Samtök Skattgreiðenda komast að orði;

Markmiðið er líka að vekja athygli á tilraun hins opinbera til að stjórna neyslu og lífsstíl fólks með skattlagningu, regluverki, innflutnings- höftum o.s.frv. Stjórnmálamenn, embættismenn og sérfræðingar á vegum hins opinbera geta ekki metið hvað einstaklingnum er fyrir bestu hverju sinni og þaðan af síður hvað veitir honum ánægju og lífsfyllingu.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt