Shepherd Neame, Christmas Ale

0
247

Muninn

Hausinn er 1 putti, ljós og léttur.
Body er tært amber
Nefið er, humlar og sætir ávextir og áfengi
Smakkast af malti, sætum ávöxtum, kryddi og alkohól
Eftirbragð er aðallega humlar (þó lítið) og alkohól sem er meira ráðandi
Ágætis blúnda
Svolítill nálardofi og gott munnfylli
Flaskan er virkileg flott og mikið lagt í hönnunina, árituð flaska og miði sem kallar á þig úr hillunni.
Venjan er ágæt í honum en þó er áfengisbragðið heldur yfirgnæfandi í þessum öli. Gerði mér kanski of miklar vonir með hann.  Sætan er að koma sterk inn í honum, en bjargar honum þó ekki. Er rétt á meðallagi hjá mér gef honum 48 af 100

Huginn

Hausinn er rúmur fingur, hvítur og meðal snöggur. Blúndan er þétt og róleg.
Nefið er karamella, sætir ávextir og malt.
Uppbygging er appelsínu-rauð. Fylling er undir meðallagi og náladofi góður.
Bragð eru sætir ávextir, malt og karamella. Bragðið er svolítið reykt og það lumar á kryddum. Bragð er frekar létt og stutt, miðja er fín en eftirbragð er ekkert.
Venja er góð.
Bjóst við meiri ávaxtaröl, en vissi svosem að þetti yrði eins og allir þessir rauðu ölar frá Bretlandi.. kemur eiginlega ekkert á óvart. Það er eins og það vanti alla hörku í þessa bresku. Ölinn er þó nokkuð ljúfur og góður, einfaldur og með þessu sama, karamellu-malt-ávaxta bragði eins og allir þessir rauðu ölar.
Ég gef þessum 60 af 100

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt