Royal X-mas Hvid

0
479

Royal X-mas Hvid Er elsta danska jólabruggið í gullöl flokki. Sá allra fyrsti X-MAS. Ljósa útgáfan með hvítu miðunum kom í heiminn árið 1969. Þessi léttari X-mas gladdi marga neitendur sem voru ekki hrifnir af hárri alkohól prósentu. Bragðið braut hefðbundnar reglur jólabruggs, því X-mas er ljúfur, mjúkur og sætur jóladrykkur sem er í góðu jafnvægi með humlabiturleikanum.

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur, snöggur og hverfur alveg. Blúnda er engin.
Nefið er sítrus, ger og malt.
Uppbygging er hnetugyllt. Munnfylli er lítil og náladofi er í meðallagi.
Bragð er hunang (sæta), sítrus og malt. Eftirbragð er ljúft og
samblanda af fyrrnefndum brögðum.
Venja er góð.
Þessi er mjög ljúfur, passar vel sem jólabjór. Maltið er nokkuð ljúft
og passar vel með sætunni og gramminu af beiskjunni sem lifir í
bjórnum.
Mæli með honum og kaupi aftur.
Ég gef þessum 45 af 100.

Muninn

Hausinn er 2 puttar, hvítur og snöggur
Body er gyllt
Nefið er ger og léttir ávextir
Bragðast af hunangi, malti með daufri beyskju
Eftirbragð er létt og samanstendur af snöggu hunangi og daufri beyskju í endann
algjölega engin blúnda
nálardofi er mildur
ABV er 5,6% sem virðisr vera Daski ríkisstyrkleikinn á jólaöli.
Þessi er svakalega mildur og sætur, sætan er í fyrirrúmi en þó á
mörkunum að vera of mikil, sleppur samt.
Fer ekki á jólaborðið en samt sem áður er hann fínn í jólapartíið.
gef honum 30 af 100

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt