Royal X-MAS Blár

0
325

Huginn

Hausinn eru tveir puttar, ljós og meðalsnöggur. Nánast engin blúnda. Nefið er krydd, ger, malt og sítrus. Uppbygging er hnetubrún, jafnvel nokkuð rauðleit. Fylling er undir meðallagi og náladofi er ágætur. Bragð er beiskt og kryddað. Eftirbragð er einkar lítið, malt og áfengi. Svoldið áberandi áfengisbragð af bjórnum og verður meira malt þegar neðar dregur í glasinu. Venja er fín. Þetta er fínasti jólabjór, fær þó mínus fyrir áfengisbragð, þar sem hann er bara rétt yfir 5% abv. Ég gef þessum 30 af 100.

Auglýsing

Muninn

Hausinn 1,5 putti og ljós Bodyið er hnetubrúnt Nefið er malt, ger og smá jörð Ágætis blúnda Bragðast af malti, karamellu og beyskum humlum, einnig er áfengisbragð talsvert miðað við öl sem er aðeins 5,6% Eftirbragðið er dauft og þá helst jörð og áfengisbragð. Nálardofi er lítill Venjan er fín. Þessi pilsner er ekki að slá nein met, heldur er hann frekar bara einn í hópinn. Gef honum 20 af 100

Fyrri greinThisted Bock
Næsta greinDuff
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt