Royal stout

0
224

Muninn

Hausinn er hálfur putti , snöggur
Body er biksvart sem nóttin
Nefið er brennt malt og anís
Smakkast af malti, humlum, en þó er anís í aðalhlutverki, áfengisbragð er talsvert
Eftirbragð er aðallega anís, góð ending
ABV er 7,7%
Lítil blúnda
Nardofi er ekki mikill og munfylli í meðallagi, vonaðist eftir meiri, en þetta er stout og ekki potrer
Venjan er góð og væri ég alveg til í að prófa hann aftur
Mæli með honum sér í lagi hversu ódýr hann er , kostar um 100 íslenskar kr í evrópu, sem er rugl fyrir stout.
Gef honum 93 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er hálfur fingur, brúnn og meðalsnöggur. Blúnda er frekar lítil og olíukennd.
Nefið er mikill anís, malt og dökkir ávextir.
Uppbygging er svört. Fylling er í meðallagi og náladofi er OK.
Bragð er brennt malt, anís og dökkt súkkulaði. Miðja er svoldið beisk og eftirbragð er malt og anís. Beiskjan getur líka verið mistúlkað áfengisbragð, sem að ég held að sé í gangi hérna. Neðar í glasinu er að finna meiri kaffi og anís fíling.
Venja er fín.
Þessi er flottur. Stout fyrir 4 dkk, sem gerir hann strax nokkuð aðlaðandi. Hérna er stoutinn ekkert síðri en aðrir 20 dkk bjórar, reyndar bara nokkuð góður í samanburði. Hann hakar í réttu boxin, anís – check, malt – check, kaffi – check.. nammi – check. Nammibjór fyrir engann pening.
Þessi fær nokkuð netta 70 af 100

Fyrri greinWestmalle Dubbel
Næsta greinBaltika No. 4
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt