Rolls Royce heimabruggara?

0
581

“Personal brewing without compremise” – http://www.williamswarn.com/

Ian Williams og Anders Warn eru mennirnir á bak við þetta, mjög svo glæsilega tæki. Ian og Anders eru engir auðkvisar, því þeir eru báðir sprenglærðir í bruggvísindum og matar tækni fræðum (food technologist). Ian fékk Anders til liðs við sig vegna mikillar kunnáttu í verkfræðum og matvælaiðnaðinum og hönnuðu þeir þetta glæsilega tæki sem þeir hafa greinilega lagt mikinn metnað í og eru alls óhræddir við að kynna persónulega. Þó svo að þetta tæki sé ætlað á almennan markað, þá er það annað mál, hvort það sé sniðugt fyrir almenna neytendur, meðal Jón, enda um að ræða $5660 (nýjasjálands dollarar, sem er þá rúmlega 500 þús. kr.- án tolls, innflutningsgjalda og skatts)!

Það er óhætt að segja að þetta sé vissulega tæki sem hvern og einn brugg áhugamaður myndi vilja eiga, en það er alls ekki á færi venjulegs manns / konu. Þetta gæti hins vegar verið stór sniðugt fyrir krár, sem vilja brugga sinn eiginn bjór og er eflaust á færi flestra kráa að kaupa eitt slíkt tæki og myndi það eflaust borga sig upp á skömmum tíma ef það yrði nýtt vel.

Tækið sjálft er hrein ótrúleg græja, það er hægt að stjórna nánast öllu sem amatör bruggmeistara getur látið sér detta í hug. Hægt er að stjórna hitasiginu, þrýstingi, kælingu og tækið sótthreinsar sig jafnvel áður en bruggferlið hefst. Það er kútur neðst á tækinu þar sem gerillinn getur safnast fyrir og er hægt að loka svo fyrir það í lok bruggferlisins og fjarlægja kútinn og þá gerilinn að mestu úr bjórnum. Tækið sér svo um að kæla bjórinn í það hitastig sem viðkomandi vill.

20_blondeale_ingredientsÆtlast er til að bruggað sé úr extrakti, svipað og með Coopers og Canadian Dry og selja þeir sem framleiða tækið auðvitað allt það extrakt sem þarf aukalega með tækinu. Kostar dolla af extrakti , með dry malt extract ásamt geri frá $49 – $52 (plús tollur og skattur), reikni nú hver fyrir sig. Er án efa hægt að brugga alveg frá grunni ef út í það er farið en það þyrfti þá að meskja sér og humla þ.e.a.s. búa til vort-inn sér áður en í tækið kemur, það hefði verið einstaklega flott, hefði tækið getað séð fyrir því líka, en eflaust hefði þá tækið kostað upp undir milljón ef svo væri.

Spurningin er, hvort þetta tæki myndi borga sig fyrir meðal bjórdrykkjumann, tökum sem dæmi. Ef meðal jón myndi drekka einn bjór á dag og viðkomandi drekki ódýrasta íslenska bjórinn, þá er það Egils Pilsner þá myndi slíkt tæki borga sig upp á rúmlega 2400 dögum (án tolls, innflutningsgjalda og skatts), EN ef það væri krá, sem myndi selja stórt glas á líklegast 850 kr.-, þá yrði það væntanlega um 2 – 2 og hálft ár (sé tekið með að viðkomandi krá þyrfti líka bruggleyfi og s.frv.). Þetta er svo auðvitað ekki með kostnað sem gæti komið til ef gera þyrfti við tækið einhversstaðar á leiðini. Því er þetta tæki alls ekki fyrir meðal jón (hér á Íslandi alla vega), kannski fyrir séra jón og líklegast ágætis hugmynd fyrir krárnar, en glæsilegt tæki er þetta engu að síður 🙂

The WilliamsWarn Personal Brewery from WilliamsWarn on Vimeo.

The WilliamsWarn Story from WilliamsWarn on Vimeo.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt