Páskabjórar 2014

0
252

Nú líður senn að páskum og eru páskabjórarnir komnir í Vínbúðir lansins. Við höfum verið eilítið að draga lappirnar með að smakka bjórana og gefa okkar álit á páskabjórunum, en hér er það loks komið.
Svona féllu atkvæði okkar;

Páskabock – Víking 8,0 af 10
Jesús Nr.24 – Borg brugghús 7,5 af 10
Kaldi páskabjór 7,0 af 100
Páskagull – Ölgerðin 6,5 af 100
Víking Páskabjór 5.5 af 10
Þari – Páskabjór Steðja 3,5 af 10

Auglýsing

Náðum ekki flösku af páska Gæðingi.

Okkur fannst Páskabock vera einstaklega góður alhliða bjór, því er hann sigurvegarinn í ár, Fast á hæla hans kemur Jesús Nr.24, mikill og skemmtilegur bjór, kannski ekki mikill matar bjór en gæti þó henntað með bragðmiklu páskalambi og e.t.v. þykkri sósu, en annars er Jesús Nr.24 fyrirtaks ábætir eftir páskamatinn. Þriðja sætið vermir páskabjórinn frá Bruggsmiðjuni (Kaldi páskabjór), einstaklega góðir bjórarnir frá þeim sem svíkur engann. Páskagull og Víking páskabjór eru á svipuðum stað, þessir eru einstaklega auð drekkanlegir, henta því vel með flestum mat og / eða einir og sér. Síðasta sætið tekur Þari frá Steðja. Ekki slæmur bjór en var kannski aðeins of framandi fyrir okkur sem Páskabjór, við vonum samt að við sjáum fleiri frumlega og skemmtilega bjóra frá Steðja (skemmst að minnast einstaklega skemmtilega Hval bjórnum sem var hreynt út æðislegur), þau gera líf bjór áhugamannsins skemmtilegt, maður er sífelt á tánnum, hvað skildi koma næst?

Við viljum svo auðvitað vita hvað ykkur finnst. Þið getið sett ykkar álit á bjórunum hér að neðan og ef þið eruð með myndir af bjórnum í glasi, endilega láta það fylgja með umfjöllunini.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt