Páskabjórar 2012 – Úrslit

0
210

Nú erum við búnir að smakka og gefa okkar álit á (vonandi alla) páskabjórana og eins og með flest allt, þá eru skiptar skoðanir. Það munaði litlu á milli bjórana, enda margir mjög góðir bjórar á ferð. Það er óhætt að segja að það hafi orðið mikil fjölgun í páskabjórunum og vonum við að þessi þróun verði áfram ríkjandi í árstíðabundnum bjórum.

Svona féllu atkvæði okkar;

Auglýsing

Kaldi páskabjór 80 af 100
Benidikt – Borg brugghús 78 af 100
Páskabock – Víking 77 af 100
Páskagull – Ölgerðin 75 af 100
Víking Páskabjór 74 af 100
Gæðingur páskabjór 63 af 100

Kaldi varð því í fyrsta sæti hjá okkur, enda fannst okkur hann einstaklega ljúfur og góður, í öðru sæti varð Benidikt (en hann varð í fyrsta sæti í bragðprófunum fréttatímans) og páskabock Víking vermir þriðja sætið. Allt mjög flottir bjórar og vonum við að þessi frábæra þróun muni halda áfram.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt