Páska Bock – Víking

1
484

Útlitið; Dökk brúnn, rjóma hvít froða, lifir lengi froðan, slæðan er góð. Nefið segir; þungur ilmur, sætur, daufir brendir tónar, dauf karmela, Bragð; léttur brendur / reyktur tónn, brend karmela, voðalega aflíðandi eitthvað. Svakalega flott fylling – eins og maðurhafi verið að drekka lét þeyttann rjóma. Sætur / maltaður. Engir grösugir tónar / humlar. Áferð; þessi mikla rjóma fylling, skilur ekki eftir sig þurrt eftir bragð, fær sína nægju af hverjum sopa. Þægileg beiskja.

Léttreykta skinkan myndi koma vel inn í þetta, okkur fannst það passa vel við þar sem hann er létt reyktur, purusteik jafnvel? Held að það væri ekki vitlaust að smakka þennan með léttreyktan lax, kæmi án efa vel við.

Auglýsing

Súkkulaði prófið kom ekki vel út, drap alveg suðusúkkulaðið, höldum að hann myndi frekar passa vel með páska matnum, en súkkulaðinu, neeeei… floppaði vel þar, við vorum svo vissir að þetta væri sigurvegari kvöldsins, en kom okkur svona illa á óvart, varð að hálfgerðu gerpi í munninum á manni.

Þessi er nokkuð fallegur bjór, fer vel með páskamatnum án efa, en floppaði illa á súkkulaðiprófinu (páskaegginu).

1 athugasemd

  1. Páska umfjöllun Bjórspjalls 2014;

    Ekki mikið við umfjöllunina frá því fyrra að bæta, okkur fannst hins vegar að hann ætti skilið 8.0, ef eitthvað er, þá fannst okkur hann betri í ár.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt