Orðabók

5
830

Bjór orðabókin er listi yfir orð og hugtök, notuð innan bjóriðnaðarins / bjórmenningarinnar. Hafir þú eitthvað / einhver orð sem ekki finnast í þessum lista, endilega láttu okkur vita hér að neðan í umfjöllunum og við munum reyna að finna útskýringu á orðinu. Einnig má senda á okkur stærðfræðileg hugtök innan bjórheimsins.

Abbey ale – Klausturs bjór / öl

 • Sterkt öl, bruggað venjulega í Belgískum klaustrum fyrir munka og neytt sem “fljótandi brauð” á meðan Lenten föstuni stendur.

ABV

 • Alcohol By Volume. Mælieining sem er notuð til að segja til um magn alkahóls í bjór, t.d. Venjulegur bjór mælist á bilinu 4 – 6% ABV, venjuleg rauðvínsflaska mælist á bilinu 11%. Í sumum löndum, er þetta kallað degrees Gay-Lussac, eftir franska efnafræðinginum Joseph Louis Gay-Lussac. Formúlan sem margir nota til að finna magn alkahóls í bjór er ABV = (byrjunar SG – enda SG) * 131 (SG – starting gravity).

Acid rest

 • Stig meskjunar þar sem ensím phytes umbreyta phytic sýrum yfir í phosphoric sýrur til þess að sýra meskið. Á meðan þessu stendur, þá er meskið haldið í 35°C. Þetta lækkar pH gildi mesksins en eykur jafnframt steinefna innihald og framleiðir meiri næringu fyrir gerið.

Acidic

 • Súrt eða skarpt bragð einkenni

Acidic flavor(sýrt bragð)

 • Sterk lykt og eða skarpt bragð. Getur bragðast líkt og edik (sýrt) eða sítróna (sítrus eða mjólkur sýra). Oft afleiðing bakteríu mengunar í brugginu eða ef notað var sítrónusýra. Tilfinning sem finnst á hliðum tungunar oft nefnt súrt bragð.

Acidulation

 • Ferli sem felur í sér að sýra meskið með ensímum. Hitastig um 30 – 53°C, sjá Acid rest.

Acrospire

 • Acrospire er rótar skot byggfræsins sem verður til þegar verið er að malta byggið.

Additives

 • Ensím, andoxunarefni og rotvarnarefni sem bætt eru í bjórinn til þess að hann geymist betur og eða til að einfalda bruggferlið.

Adjuncts

 • Sterkja, annað en maltað bygg og hveiti, svo sem maís, hrísgrjón og sykur sem veikja bragð og karakter (bragð einkenni) maltsins og er notað sem ódýr gerjunar sykrur, t.d. bjórinn Samual Adams notar víst engin Adjuncts.

Aftertaste

 • Bragð, lykt og áferð bjórsins sem situr eftir, eftir að bjórnum hefur verið kyngt.

Alcohol

 • Ethyl alcohol eða ethanol verður til náttúrlega við gerjun.

Alcohol by volume

 • Mælieining til að mæla prósentu alkóhóls í rúmmáli vökva t.d í bjór. Þegar verið er að reikna út hversu mikið alkóhól er í bjór, þá er hægt að nota sykurflotvog, sem mælir eðlisþyngd vatnsins eftir að sykri hefur verið bætt út í. Ef blandan er 1.06 fyrir gerjun og eftir gerjun er blandan 1.02, þá er hægt að draga seinni töluna frá fyrri sem gefur hversu mikið af CO2 er í blöndunni, það mun þá vera 0.04 kg/L, margfalda þessa tölu með 1.05 til þess að finna út þyngd alkóhólsins í ílátinu, það er þá 0.042 kg/L. Þegar tölurnar fyrir massa (0.042 kg/L) og þyngd lausnarinnar eftir gerjun (1.02 kg/L) er fundin, þá er hægt að finna út alkóhól lausnarinnar með því að deila 0.042 í 1.02 þ.e.a.s. 0.042 / 1.02, þá færðu 0.041 eða 4.1% ABV (Alcohol By Volume). Heimildir hér.

Alcohol by weight

 • Mælieining til að segja til um þyngd alkóhóls í rúmmáli vökva t.d. bjórs.

Alcoholic

 • Varnaðar orð um að það sé ethanol (alkóhól) í viðkomandi vökva og eða vegna hás innihalds alkahóls.
 • Persóna sem neytir óhólflega alkóhóls og eða er ánetjaður alkahóli.

Alcoholic flavor

 • Almenn áhrif / bragð alkahóls, notað stundum sem varúðarmerking.

Ale / Öl

 • Hver sá bjór sem er bruggaður með yfirborðsgerjun. Ale (öl) er bruggað og borið fram við hærra hitastig heldur en lager, eða 15 – 24°C. Ale er oft sætari og bragðsterkara og geta haft hærra alkóhól magn heldur en lager. Nokkrar tegundir af öli eru t.d. Brown ale (brún öl), Pale ale (föl öl), Scotch ale (Skoskt öl), mild ale (mild öl), Burton ale (Burton öl), Old ale („gamallt“ öl, tegund af öl sem var látið eldast í um ár), Belgian ales (Belgísk öl). Í sögulegu samhengi, þá var öl bruggað á sama hátt og bjór nema öl hafði ekki humla.

Ale yeast

 • Saccharomyces cerevisae. Gerjunar hitastig er á bilinu 13 – 21°C.

Aleurone layer

 • Aleurone Layer er prótein sem finnst í prótein sekjum í þroskuðu fræjum. Hugtakið er líka notað fyrir ysta lagið á Endosperm (Endosprem: næringar himna sem er utan um plöntuhlutan í fræinu.). (Held að þetta sé nokkuð nærri lagi, ef ekki, endilega látið okkur vita).

All-grain beer

 • Bjór sem hefur verið búinn til frá grunni þ.e.a.s. Humlar, Bygg (malt), ger og vatn (og auðvitað má krydda bjórinn eftir smekk og s.frv.)

Alpha acids / sýrur

 • Alpha sýrur hafa milda verkun gegn Gram neikvæðum bakteríum en vinna vel með brugg geri. Alpha sýrur gefa bjórnum beiskjuna. Því hærra sem alpha sýrurnar eru (alpha %) Því beiskari verður bjórinn. Einnig eru til beta acids (sjá undir „B“).

Barley:

 • Korn sem hefur verið maltað fyrir notkun í meskjun í bruggferlinu.

Beer / Bjór

 • Bjór er gerjaður drykkur búinn til úr malti og humlaður.

Beta acids / sýrur

 • Beta sýrur hafa lítið sem engin áhrif á bragð bjórsins (svona yfirleitt). Beta sýrur hafa aðallega áhrif á ilm og þá beiskju ilm og er því oft bætt í afbrigðum af humlum með hátt innihald af beta sýrum í endan á suðu á vorti til gefa góðan ilm. Beta sýrur geta þó umbreyst í efni sem gefur bjórnum óbragð t.d. eins og rotið grænmeti eða soðinn maís. Einnig eru til alpha acids (sjá undir „A“).

Body:

 • „Body“ er eitthvað sem er notað til að lýsa hvernig bjórinn er í munninum, sem sé, munnfylli. Þegar verið er að dæma bjóra, þá er oft sagt að bjór hafi „medium body“, „full body“ og s.frv til að lýsa því hvort að bjórinn sé léttur, þungur, þykkur og s.frv í munni eðru ei.

Bottle conditioning:

 • Aðferð til fyrir seinni gerjun eða þar sem bjórinn fær að þroskast í flösku, sem leiðir af sér bragð betri bjór.

Bottom-fermenting yeast:

 • Botn ger, eitt af tveimur ger tegundum sem notað er til að burgga bjór, notað fyrir lager, sem bruggast best við lágt hitastig og gerjar meira af sykri.

Black malt:

 • Korn sem hefur að hluta verið maltað og ristað við háan hita og notað til að gefa dökkan lit í bjórinn og ristað / reykt bragð.

Brew

 • Drykkur sem hefur verið meskjaður, soðinn og gerjaður

Brewer

 • Karlkyns bruggari. Sá er bruggar bjór / öl

Brewster

 • Kvennkyns bruggari. Sú sem bruggar bjór / öl. Í dag, hefur þetta orð verið mistúlkað sem nafn fyrir þá sem brugga almennt, því er fjarri lagi.

Brewmaster

 • Bruggmeistari. Sumir vilja meina að, brewster hafi verið breytt í brewmaster?

Brew kettle:

 • Brugg ketill, notaður til að sjóða eftir meskjun ásamt humlum og öðru t.d. kryddi.

Bright beer tank:

 • Sjá conditioning tank.

Bung:

 • Tengi sem notað er til að opna Keg eða cask

Caramel:

 • Karlmela, bærddur sykur notaður til að gefa bjór lit, bragð og alkahól.

Caramel malt:

 • Nokkuð sætt amber litað malt, notað til að gera bjór sætari og auka endingu froðu bjórsins.

Carbonation:

 • Kolsýrungur (CO2, koltvísýrungur) sem myndast náttúrulega við gerjun og eða bætt við vélrænt eftir á.

Cask:

 • Tunnulaga, oft úr málmi, ílát til geymslu á bjór.

Cask conditioning:

 • Aðferð þar sem seinni gerjun á sér stað í cask eða bjórinn fær að þroskast. Við seinni gerjun myndast kolsýrungur í bjórnum.

Chill haze:

 • Gæti útlagst sem kulda grugg. Það orsakast við lágt hitastig vegna prótína – tannín efna í bjórnum.

Chill proof:

 • Bjórar sem hafa verið meðhöndlaðir til að koma í veg fyrir Chill haze.

Conditioning:

 • Heit eða köld seinni gerjun eða til að þroska bjórinn, sem gefur af sér kolsýru eða gefur bjórnum betra bragð.

Conditioning tank:

 • Tankur eða tunna sem notað er fyrir seinni gerjun (sjá Conditioning)

Copper:

 • Sjá brew kettle.

Crisp:

 • Crisp þýðir að bjórinn sé með hátt kolsýru innihald, eða gefur af sér mikið af loftbólum. Bjórar sem eru skilgreindir sem „crisp“ eru oftar en ekki þurrir.

Dextrin:

 • Sykra sem ekki er gerjanleg, finnst í möltuðu korni og gefur bjórnum bragð og „munnfylli“ (mouthfeel).

Dosage:

  • Magn gers og eða sykurs sem bætt er við þegar verið er að setja ferja í flöskur eða cask til að hjálpa til við conditioning.

Diacetyl:

   • Diacetyl er efni sem myndast við gerjun og gefur bragð líkt og smjör eða smjör karmella (butterscotch). Í sumum bjór stílum þá er í lagi að það sé smá diacetyl í bjórnum, sérstaklega sumum breskum stílum en annars er diacetyl álitið sem „off flavour“, óbragð sem á ekki að vera til staðar.

Dry:

   • Þegar verið er að smakka bjór þá er þetta notað yfir bjóra sem eru lítið sem ekkert sætir, ekkert bragð af sykri eða neitt þess háttar, sem sé, „Dry“ bjórar eru ósætir. Aðferðinn sem brugghús nota stundum til að fullgerja sykur úr bjórum til að búa til „dry“ bjóra er að not enzím sem hjálpar til við að brjóta niður sykurinn sem auðveldar gerinu að fullgerja bjórinn.

Dry-hopping:

   • Aðferð þar sem þurrkuðum humlum er bætt út í á meðan bjór er að gerjast og eða á meðan bjórinn er að þroskast tl að bæta bragð eða ilm.

Enzymes:

   • Náttúrulegt prótín sem finnst í korni sem umbreytir sterkjunni í möltuðu korni í sykrur eða maltósa við hitunar ferli meskjunar.

Estery:

   • Bjórar sem eru skilgreindir sem „Estery“ eru bjórar sem hafa ávastaríkan anga/bragð. Slíkir „ester“ koma fram þegar bjór hefur verið gerjaður við mikinn hita eða með ákveðnu geri.

Ethanol:

   • Týpa alkahóls, sem myndast við gerjun.

Fermentation:

   • Virkni gers / gerjunar sem umbreytir sykrum í ethyl alkahól og koltvísýring (CO2)

Filter:

   • Aðferð þar sem óhreynindi í worti er fjarlægt. Óvirkt ger er oft fjarlægt

Final specific gravity:

   • Mælieining til að mæla þéttni bjórs eftir gerjun, í samanburði við vatn.

Fining:

   • Efni sem laða að sér eindir í bjór og stuðlar því að bjórinn verði skýlaus / tær

Grist:

   • Blanda malaðs korns sem á að nota í brugg.

Heat exchanger:

   • Aðferð / tól sem notað er til að kæla niður wort hratt (oft kopar rör vafin í hringi og vatn látið renna í gegnum það á meðan það er í wort-inu).

Infusion:

   • Meskjunar aðferð þar sem malt (maltað korn) er sett í vatn og látið vera þar við ákveðið hitastig.

Keg:

   • Tunna eða ílát (oftast þrýstikútur) til að geyma bjór.

kräusen:

   • Er froða sem myndast ofan á bjór sem verið er að gerja. Þegar bjór er í há kräusen, þá er átt við að bjórinn sé í hæsta stigi gerjunar.

kräusening:

   • Er ferli þar sem lager bjór sem er í miðri gerjun er blandað saman við lager bjór sem er búið að gerja. Slíkur bjór er kallaður kräusen bjór vegna þess að það er bætt við bjór sem er í há kräusen. Yfirleitt er bætt við 10 – 17% af „græn“ bjórnum (bjór sem er að gerjast) út í bjórinn sem hefur lokið gerjun.

Lagering / lager:

   • Aðferð þar sem bjór er látinn þroskast við lágt hitastig. Lager er einnig Þýskt orð yfir geymslu, þar sem lager er oft látinn þroskast við lágt hitastig í 6 vikur – 6 mánuði. Pilsner, Bock, Dortmund Export og Märzen eru allir lager stílar, einnig eru til dökkir lagerar, Dunkel og Swarzbier.

Lauter:

   • Aðferð við að ná malt sykrum úr wort-inu með því að raka í gegnum meskjunar tunnuna.

Lauter tun:

   • Hrostastampur, annars sjá „mash tun“.

Liquor:

   • The water infusion used in malting, mashing, or sparging. Þegar vatn er notað í möltun, meskjun eða sparging (þar sem vatni er úðað / dropað yfir kornið til að hreynsa sykrur úr korninu við meskjun, ef einhver er með góða þýðingu yfir sparging, endilega láta okkur vita).

Malt extract:

   • Sykrur sem skilið er frá eftir meskjun, oft í formi sýróps eða duft. Notað í bjór sem næringarefni fyrir geril og bragðefni.

Malting:

   • The method of converting barley grain starches to maltose in order to begin fermentation. Aðferð til að umbreyta byggi sterkjum (starches) (og eða öðrum korntegundum) í maltósa sem er notað sem næring fyrir geril.

Maltose:

   • Gerjanlegur malt sykur sem leysist vel upp í vatni.

Mash, Mashing:

   • Aðferð þar sem bygg er sett í vatn og soðið (upp að vissu marki) og leysist þá sykrur úr bygginu í vatnið sem notað er til að næra gerilinn.

Mash tun:

   • Undirbúnings tankur sem notaður er til að meskja og búa til virt (wort).

Mead:

   • Mjöður, er áfengur drykkur bruggaður úr hunangi, vatni geri og e.t.v. nokkrum öðrum bragðefnum eins og kryddi, jurtum og eða ávöxtum.

   Microbrewery:

   • Lítið brugghús sem bruggar bjór í littlu magni eða undir 15 þús. tunnur á ári

   Original gravity:

   • Sjá specific gravity.

   Oxidation:

   • Oxidation eða oxun er þegar súrefni kemst að bjórnum eftir að hafa verið fullgerjaður og kominn á flöskur/kúta. Með tímanum eyðileggur súrefni ilm og bragð og gefur þá frá sér bragð eins og leður, pappír, blautur pappakassi, ilmur af ketti jafnvel, sherry líkir tónar.

   Pasteurization:

     • Aðferð þar sem bjórinn er hitaður til að gerilsneyða bjórinn.

   Pitch:

     • Bæta við / setja gerilinn út í virtinn (wort).

   Priming:

     • The method of adding sugar to the beer in maturation to promote a secondary fermentation. Aðferð þar sem bætt er sykri í bjórinn svo áframhaldandi gerjun geti átt sér stað og stuðlað að seinni gerjun (second fermentation).

   Secondary fermentation:

     • Seinni gerjun, er þegar bjórinn er gerjaður í annað sinn, ýmist köld eða „heit“ gerjun sem stuðlar að koltvísiringi og eða bætt bragð.

   Sediment:

     • Geril lag á botni flösku þar sem bjórinn hefur verið látinn gerjast í flösku.

   Sparge/Sparging:

     • „Að meskingu lokinni stöndum við uppi með graut sem er sætur og inniheldur ýmsar trefjar og prótín á föstu formi. Einvhern veginn verðum við að skilja sæta vökvann (virtina) frá föstu efnunum og það er gert með því að sía virtina frá í það sem er í raun stórt sigti sem heitir hrostastampur á góðri íslensku eða Lautertun á útlenskunni. Svo til að fá sem mestu nýtingu úr maltinu eru föstu efnin skoluð með heitu vatni þar til að það magn af virt sem á að sjóða er komið. Ef ekki væri skolað færu mikið að sykrum til spillis. Trefjarnar og prótínin(hrosti/hrat) sem að eru svo eftir nýtast svo sem dýrafóður.“ Heimildir fengnar af Borg Brugghús.

   Specific gravity:

     • Mælieining þar sem þéttni bjórvökvans, samanborið við vatn, er mælt, áður en gerjun á sér stað.

   Terminal gravity:

     • Sjá final specific gravity.

   Top-fermenting yeast:

     • Einn af tveimur ger tegundum sem notað er í bjór, venjulega öl ger (ale yeast), gerill sem gerjast best við yfirborð bjórsins við hærra hitastig, gerjar minna af sykri og skilar því sætara bjór og hærra alkahól innihaldi.

   Tun:

     • Stórt ílát, tunna eða tankur, notað til að brugga bjór.

   Wort:

     • Virt, blanda vatns og sykra (maltósa), sem síjað hefur verið úr meskjunar íláti.

   Wort chiller:

     • Virt kælir, sjá nánar undir „heat exchanger“.

   Yeast:

     • „Ger er vaxtarform heilkjarna örvera sem flokkaðar eru sem hluti af svepparíkinu“ – Wikipedia. Ger er bætt við í virtinn sem hjálpar þá til gerja sykruna í virtinum og skilar koltvisiringi og alkahóli út í bjórinn. Gerið skilar líka bragði og ilm

   Zythophile:

     • Bjór unandi „lover of beer“.

   Mesking (mashing): Þegar kornið er sett í vatnsbað við 63-69°C hita til að umbreyta sterkjunum í korninu í gerjanlegan sykur Virtur (wort) – Ógerjaður sykurlögur, eftir meskingu og fram að gerjun. PG – Pre boil Gravity, eðlisþyngd fyrir suðu á bjórnum. OG – Original Gravity, eðlisþyngd eftir suðu á bjórnum fyrir gerjun. FG – Final Gravity, eðlisþyngd þegar gerjun er lokið. ABV – Alcohol by volume, áfengismagn eftir rúmmáli. Eðlisþyngd – Mælikvarði á uppleyst efni í virtinum. Uppleyst efni eru mestmegnis sykrur og því þýðir hærri eðlisþyngd að það sé meira af sykrum í virtinum og þar af leiðandi verði bjórinn með meira áfengismagn.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt