Ørbæk Nutty

0
242

Muninn

Hausinn er 2 puttar, ljós, léttur og stuttur
Nefið er létt malt og ger
Body er gullið með rauðum keim
smakkast af mjög léttu malti og lítið frúttí, áberandi sætur. hnetan er ekki að skína í gegn en ágerist þegar neðar dregur, samt smá apríkósa
Eftirbragð er sætt, smá beyskja og frúttí
Nær engin olía og hverfandi blúnda
Áferðin er skemmtileg
Venjan er fín,
Flaskan er í sama stíl og restin af ørebæk seríunni, kallar ekki á þig í hillunni
APV er 5%
ørebæk Nutty er með betri ölum sem þeir framleiða, sem þó eru ekki meðmæli, aðeins yfir meðallagi, misheppnaður sem hnetu bjór
Einkunn 65

Auglýsing

Huginn
Góður tveggja fingra haus. Mjög ljós og léttur. Hengja í meðallagi.
Nefið eru léttir ávextir, dökkir inni á milli.
Rauð hnetubrún uppbygging. Meira þunn en þykk.
Ljúft maltbragð með klípu af sveskju, fylgt af sætum ávöxtum, sætt og frekar þurrt eftirbragð
Meðal blúnda, hengja er ágæt.
Ljúf áferð, svolítið þurr.
Hönnun er frekar hallærisleg, kjánalegir miðar, svolítið áberandi hjá Ørbæk.
Ég gef þessum 58 í einkunn.

Fyrri greinSvaneke Aurum
Næsta greinJólabjór dagatal 2011
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt