Ómaltað Íslenskt bygg notað í bjór með hjálp ensíma

0
742

Ölgerðin hefur nú í samstarfi við líftæknifyrirtækið Novozymes, verið að gera tilraunir með ómaltað íslenskt bygg í bjór með hjálp ensíms. Hingað til hefur ekki verið hægt að nota nema örlítið af íslensku byggi í bjóra þar sem þurft hefur verið að nota annað maltað bygg með til að hjálpa við að brjóta niður sterkjurnar í bygginu með ensímum sem fyrir finnast í möltuðu byggi.

Samkvæmt Ölgerðinni, þá verður þorrabjórinn í ár „nær eingöngu úr íslensku ómöltuðu byggi eða að 9/10 hlutum (en hefur verið ca 3/10 síðustu ár). 1/10 er munchen malt sem er notað bara til að gefa smá lit og bragð. Það sem gerir bruggun úr ómöltuðu korni mögulega er ákveðin líftæknilausn sem kom  nýlega á markað, og tók ölgerðin þátt í prófunum á iðnaðarskala í samstarfi við risastórt alþjóðlegt líftæknifyrirtæki, sem heitir Novozymes. Með þessari tækni er ekkert til fyrirstöðu að gera bjór eingöngu úr ómöltuðu byggi“.

Auglýsing

Ensímið sem um ræðir heitir Novozymes Ondea® Pro og er ætlað að vera bylting í bjóriðnaðinum þar sem hægt er að nota þetta ensím með 100% ómöltuðu byggi, því er ekki lengur nauðsynlegt að malta bygg sem er tímafrekt og engin hér á íslandi stundar möltun byggs (svo langt sem við vitum). Ensímið er ekki aðeins nytsamlegt til að fá fram sykrur úr ómöltuðu byggi, heldur á það einnig að minnka CO2 losun sem verður við að malta bygg. Hefur komið í ljós að margt annað eins og rafmagnskostnaður við framleiðslu á 30 gr af Ondea Pro (það þarf 30 gr af Ondea Pro í hvern hektólítra af bjór) er nokkuð minni heldur en möltunarferli byggs, því má segja að hér sé ekki aðeins komin lausn til að brugga úr ómöltuðu byggi, heldur sé þetta afar grænn kostur. Þó svo að þessi nýjung í bruggun sé komin á markaðinn, þá þýðir það ekki að möltun og eða meðhöndlun á byggi verði hætt, þar sem það er enn nauðsynlegt að t.d. rista bygg til að fá ákveðið bragð og lit í bjórinn.

Við hér á Bjórspjall.is bíðum auðvitað spenntir eftir því hvernig þessi tilraun gengur þar sem þetta á eftir að bylta bruggun bjórs ef það þarf ekki lengur að nota maltað bygg í eins miklu mæli og áður, því verður hægt að nota íslenskt bygg í mun meira mæli en áður og verður þá eflaust mun meira af bjór sem inniheldur íslenskt bygg.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt