Ölvisholt

0
514

Ölvisholt Brugghús er staðsett í Ölvisholti í Flóahreppi. Brugghúsið er í gömlu fjósi sem gert hefur verið upp af eigendum.
Við settum okkur það markmið í upphafi að framleiða metnaðarfyllri bjóra en venja hefur verið hérlendis.

Sá metnaður hefur skilað sér í því að Ölvisholt er eini bjórframleiðandinn á landinu sem flytur út sínar vörur. Vörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góða dóma í Danmörku og Svíþjóð en það er okkar helsti markaður erlendis.

Auglýsing

Framleiðslugeta brugghússins er 300 tonn af bjór á ári en það munu vera 1 milljón litlar bjórflöskur. Samstarfsaðili okkar hér á landi er Karl K. Karlsson í Reykjavík sem sér um alla dreifingu og markaðssetningu á okkar vörum á Íslandi.

Ölvisholt Brugghús var stofnað um mitt ár 2007 með það að markmiði að framleiða metnaðarfullan bjór fyrir sælkera. Fyrsta bruggun var gerð 21 desember 2007 en fyrsti bjór fyrirtækisins, Skjálfti, kom svo á markað á bjórdaginn 1. mars 2008.

Ölvisholt Brugghús vinnur eftir hugmyndafræði örbrugghúsa sem fóru að stinga upp kollinum seint á síðustu öld en flest eiga þau það sameiginlegt að framleiða metnaðarfyllri bjór en gengur og gerist.

Markmið Ölvisholts er að kynna bjór sem valkost með góðum mat á góðri stund og ekki síður að kynna fyrir fólki þann óendanlega fjölbreytileika sem bjórgerð býður uppá.
Ölvisholt Brugghús

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt