Ölvisholt Freyja

0
389

Huginn

Hausinn eru tveir fingur, hvítur og meðal snöggur. Blúnda er létt og snögg.
Nefið er blautur hundur, sítrus og ger.
Uppbygging er appelsínu-gyllt og skýjuð. Fylling er í meðallagi og náladofi er góður.
Bragð er humlar, malt og sítrus/grape. Miðjan er appelsína. Eftirbragð er appelsína, langt og þægilegt.
Venja er mjög góð.
Þessi kom mér skemmtilega á óvart, bjóst við einhverju sulli en fékk skemmtilegann „tripel“ fíling í staðinn.. þó abv. sé bara í hálfkvisti við alvöru tripel. Léttur og skemmtilegur fílingur yfir þessum. Ljúffengur.
Ég gef honum 85 af 100.

Auglýsing

Muninn

Body er þokukennt, þó er hann síaður og sagður tær, ágætis ending í honum samt sem áður
Nefið er hveiti, ávextir, er ekki frá þvi að það sé svávegis belgískur tripel fílingur í nefinu.
Bragðast af hveiti og appelsínu með smá kyddi, appelsínan skín í gegn
Eftirbragð er hrein appelsína með góðri hengju.
Sætleiki appelsínunnar spilar vel með hveitibragðinu sem gerir þenna bjór nokkuð skemmtilegann.
Blúndan er létt, og endurvekur hausinn við hvern sopa
Nálardofinnn er mildur, og ekki þung kolsýra í honum.
ABV er 4,5%
Ég væri til í að prófa ölvinsholt Freyju með ABV 7% og þá værum við að tala um frábæran bjór. Það myndi gefa honum mikið skemmtilegri karakter. Bragðið er einhvernvegin þannig að það á að bera talsvert meira ABV. Hlakka til að prófa þá útgáfu af Freyjunni. Því miður er hann ekki að uppfylla sína möguleika sem frábær bjór en hefur þó alla burði til þess. Dreg hann niður vegna þessa. Hann er yfir meðallagi og get hiklaust mælt með honum samt sem áður.
Gef honum 65 af 100

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt