Ölgerðin

0
674

Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgja sinnt sem hann væri sá eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

Egils: Egils er í raun tvískipt, annars vegar innflutningur og hins vegar framleiðsla. Ölgerðin er einn stærsti gos- og áfengisframleiðandi landsins og á mörg af elstu og þekktustu vörumerkjum landsins á sínu sviði, t.d. Egils Malt, en síðarnefndi drykkurinn hefur verið framleiddur allar götur síðan 1917.

Auglýsing

Ölgerðin er einnig einn af stærstu innflytjendum landsins á áfengi. Mikil áhersla er lögð á að flytja einungis inn hágæðavörur, í þessum flokkum sem öðrum. Johnny Walker, Smirnoff, Penfolds, Campari og Tanqueray eru bara örfá dæmi um þau vörumerki sem Ölgerðin hefur á sínum snærum.
Ölgerðin

Ölgerðin á einnig „micro brewery“ sem heitir Borg og er ætlun þeirra að gefa bruggmeisturum Ölgerðarinnar lausan tauminn og búa til nýja og spennandi bjóra.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt