Októberfest Háskóla Íslands

0
367

Okkur datt í hug að skreppa á Októberfest Háskóla Íslands um seinustu helgi (24.09.2010) og er óhætt að segja að við höfum alls ekki séð eftir því! Þessi hátíð er ein sú glæsilegasta sem haldin er á landinu, enda mikið lagt í hátíðina og hefur hún farið stækkandi allar götur síðan hátíðin var haldin fyrst. Það voru ýmsar uppákomur eins og keppni um besta búninginn (stelpur klæddar í kjóla eins og þýsku þjónustu stúlkurnar á Októberfest í þýskalandi) og yfirvaraskegg keppni, þar sem mönnum var boðið upp á að sýna stórglæsilegar hormottur. Einnig var hægt að taka þátt í smá happdrætti þ.e.a.s. snúningshjól sem bauð upp á allt frá einum bjór og upp í 6 bjóra (sem við unnum, okkur til mikillar ánægju). Fyrir utan þetta þá kom einnig lúðrasveit fram sem spilaði nokkur vel valin lög og gerði þetta einstaklega skemmtilegt. Búið var að raða bekkjum og borðum eftir endilöngu tjaldinu sem er svo sem ekki frásögu færandi nema þeim var oft á tíðum annsi þétt raðað saman og átti fólk mjög erfitt með að komast í sætin sín og mátti því sjá marga príla upp á borðum og ganga á bekkjunum sem risu upp ef stigið var á annan endann og mátti minnstu muna að margur maðurinn hefði gengið út skrækur. Hátíðin er þó ekki alveg laus við alla gagnrýni, því þó hún hafi farið mjög vel fram og skemmtanagildið hafi verið mikið, þá var bara boðið upp á einn bjór… Tuborg. Við viljum taka það fram að við erum alls ekki að gagnrýna Tuborg á neinn hátt, enda hinn ágætasti bjór, en að bjóða bara upp á einn bjór og það danskan á hátíð sem er tileinkuð Októberfest í þýskalandi, það fannst okkur ekki alveg að virka, þetta er eins og að fara til Þýskalands á Oktoberfest og fá bara Corona allann tímann, maður yrði hálf svekktur að fá ekki þýska ölið. Því er það eina sem okkur fannst að hátíðinni að það mætti bjóða upp á fleiri tegundir af bjórum og ekki verra ef þýski bjórinn væri alls ráðandi. Annað sem fór pínu í okkur var, hversu hátt verðlagið var á matnum sem var í boði t.d. 600 kr.- fyrir 2 Bradwurst pylsur, aðeins of mikið en kannski skiljanlegt þegar horft er í hvað mikið var eitt í hátíðina.

En að lokum, þá vonum við svo auðvitað að Háskólinn endurtaki þetta að ári liðnu og geri enn betur. Við mælum eindregið með því að fólk geri sér leið á þessa hátíð því þetta er svo sannarlega einstök hátíð hér á landi.

Auglýsing

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt