Októberfest bjórar 2013

0
239

Við tókum okkur til núna um helgina og smökkuðum Október bjórana, höfðum þó smakkað flesta áður en við renndum yfir þá samt sem áður og kíktum yfir gamlar umfjallanir til staðfestingar. Það eru tveir nýjir í hópnum í ár, eða Skaði – Farmhouse ale og Teresa Nr.20 – India Red Ale. Er óhætt að segja að það munaði litlu á milli bjórana, enda mjög skemmtilegir í ár. Við lentum í nokkuð miklum vandræðum með að dæma hverjir yrðu í fyrstu þremur sætunum, en held að við höfum náð ásættanlegri niðurstöðu.

Sætin fóru því svo:
Nr. 1: Skaði – Farmhouse ale
Nr. 2: Teresa Nr. 20 – India Red Ale
Nr. 3: Október Kaldi
Nr. 4: Samuel Adams Októberfest
Nr. 5: Löwenbrau Oktoberfestbier

Auglýsing

Okkur fannst Skaði koma mjög sterkur inn, enda mjög fallegur bjór. Fast á hæla Skaða, kemur Teresa, sem gefur Skaða ekkert eftir. Kaldi er eftir sem áður mjög flottur bjór, alger eðall í þessari flóru. Þetta er auðvitað mjög persónubundið og kvetjum við alla til að smakka og prufa sjálf, væri mjög gaman að fá að vita álit ykkar á bjórunum?

Það fer svo senn að líða að jólum og fara þá jólabjórarnir að líta dagsins ljós, munu þeir líklegast koma 15 nóvember. Munum við þá taka þá fyrir og fjalla um, fyrir utan að vera með jóladagatal bjóráhugafólksins.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt