Netflix hefur nú verið að bæta við ágætis þáttum þar sem þeman er bjór og langaði mig því að taka til þá þætti sem vert er að minnast á fyrir þau ykkar sem fáið ekki nóg af bjór og verðið að horfa á bjór bætta þætti í þokkabót.
Oktoberfest: Blood and Beer
Þessi þýska þáttaröð eftir Ronny Schalk, er um Curt Prank, metnaðarfullann bruggara sem á sér þann næstum ómögulegan draum að byggja stærsta bjórtaldið á október bjór hátíðini í München, sem mun geta hýst 6000 manns í einu. Við fylgjumst svo með honum svíkja, múta, kaupa sig inn í innstu hringi samfélagsins og jafnvel myrða samkeppnina.
Þáttaröðin er byggð á raunverulegum atburðum en það skildi þó auðvitað taka öllu með „grain of salt“.

Photos
See all photos >>
Brews Brothers
Nú, ef Oktoberfest: Blood and beer reynist of þungt og langar að hreinsa bragðlaukana aðeins inn á milli, þá er um að gera að lyfta sér aðeins upp og smakka á þessari þáttaröð, eða Brews Brothers.
Brews Brothers er eftir Greg Schaffer (That 70s Show) og framleiddur af bróðir hans Jeff Schaffer (höfundi The League, framleiðandi af Curb Your Enthusiasm), eru þættirnir nokkuð í anda Always Sunny in Philadelphia sem flest ættu að þekkja. Þættirnir fjalla um tvo ólika bræður sem hafa sitthvora hugmyndina um hvernig eigi að reka brugghúsið. Annar bróðirinn, Wilhelm Rodman (leikinn af Alan Aisenberg) er mjög afslappaður og seinheppinn karakter á meðan hinn bróðirinn, Adam Rodman (leikinn af Mike Castle) er úber snobbaður bjór nörd með sterkar hugmyndir um hvernig brugghúsið er rekið.

Photos
See all photos >>
Þetta er allt og sumt í bili, mun bæta við eftir því sem ég finn meira. Ykkur er svo velkomið að bæta í hér í commenta kerfinu hér að neðan, ég mun þá bæta því við ef við á.