Námskeið í pörun bjórs og matar

0
383

Á þriðjudaginn (12.nóv) var, þá hlotnaðist okkur sá heiður að sitja opnunar kvöld hjá Bjórviss – námskeið í pörun bjórs og matar. Verður að segjast að þetta námskeið er eitt af því skemmtilegra sem við höfum farið á. Þetta er kærkomin viðbót í þá bjórmenningu , eða kannski óhætt að segja, bjór byltingu sem á sér stað nú á Íslandi. Það hafa sprottið upp fjöldin allur af ýmsum stór skemmtilegum viðburðum á undanförnum árum, t.d. Bjórseturshátíðin, Íslenska Bjórhátíð KEX hostel, Bjórskóli Ölgerðarinnar (Bjórskóli Ölgerðarinnar er ekki lengur til fyrir almenning), svo ekki sé minnst á hátíðina okkar, Hátíð bjórsins og bjór kynningar sem við höldum öðru hvoru, en eitt hefur vantað og það er, kennsla á pörun bjórs og matar og heldur Sindri – Matviss utan um þetta stór skemmtilega námskeið.

Þar sem þetta var opnunarkvöld, þá var efni námskeiðsins fínpússað fyrir gestum og verður að segjast að það tókst mjög vel til, auðvitað smá byrjunar örðuleikar en „fall er farar heill“, eins og þar stendur.

Byrjað var að opna verðlaunabjórnn Bríó Nr.1 á meðan farið var yfir sögu bjórsins, enda úr ótrúlega miklu að taka og hráefnin sem notuð er í bjórinn. Eftir 45 mín yfirferð (og trúið mér, það er hægt að spjalla miklu lengur um bjórinn), þá var tekin smá pása og bjórar Kalda bar smakkaðir (eða í það minnsta fyrir þá sem vildu versla sér). Loks kom að pöruninni, var matseðillinn eftirfarandi;

Skelfisks ceviche með melónukokteil og klettasalati, parað með hveitibjórunum, Freyja frá Ölvisholti og Einstök White Ale.

Úrval af krydduðum pylsum, parað með, Stinnings Kalda frá bruggsmiðjuni og Móra frá Ölvisholti.

Crumble pie með sultuðum súrum eplum, parað með, Einstök Pale ale og Brió Nr.1 frá Borg Brugghús.

Er óhætt að segja að þetta var einstök upplifun, hreynt út ótrúlegt hvað maturinn varð lifandi og nýr heimur opnaðist fyrir manni, enda höfum við alltaf sagt að bjór er miklu meiri matar vín heldur en rauðvín og / eða hvítvín. Auðvitað var það mjög persónu bundið hvaða bjórar pössuðu með hverju en með góðri leiðsögn Sindra, þá voru gerð góð skil á pörun matar og bjórs.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt