Næsgaarden Økologisk Porter

0
280

Huginn

Hausinn er rétt um kvartari, ljós og snöggur. Blúnda er lítil og snögg. Nefið er byggmalt (blautt hey, hesthús) og malt. Uppbygging er svört. Fylling er Ok og náladofi er fínn. Bragð er kaffi, malt og bygg. Hesthús fílingurinn er yfirráðandi hér.. hey, hnakkur og hestastía. Þetta er ekki flókinn öl, einföld brögð + smá biturleiki, eftirbragð er út í malt og dökka ávexti. Venja er fín. Þetta er akkurat fílingurinn fyrir hestamennina (án gríns), ekki alveg fyrir mig, of mikið bygg og þetta er ekki alvöru porter, laumu-portari. Ég gef honum 35 af 100.

Auglýsing

Muninn

Hausinn er um kvartari Body er svart en þó varla ógegnsær Nefið er bygg og malt Smakkast af malti, miklu byggi, reykur og örlítil sæta, jafnvel súkkulaði Eftirbragðið er dauft en aðallega bygg og kaffi Blúndan er í meðallagi með ágætis hengju Nálardofinn er lítill og munnfylli lítið miðað við porter ABV er 7,2% þessi porter er meira í líkingu við stout en porter. Vantar algjörlega karlmennskuna í hann miðað við miðann sem segir hann vera porter. Venjan er ágæt og ætla ég að taka mér það bessaleifi að dæma hann sem stout Hér er á ferðinni stiout sem er í meðallagi en ekkert til að hreykja sér af. gef honum 75af 100

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt