Mjaðartegundir

0
453

Hér er listi yfir eins margar „tegundir“ af miði og ég gat fundið. Hvert og eitt nafn semsagt lýsir innihaldi mjaðarins og hvernig hann var bruggaður. Listinn fer einungis yfir almenn heiti, en ekki staðbundnar útgáfur af miði.

 • Acerglyn: Mjöður sem búinn er til með hunangi og hlynsírópi.
 • Bilbemel: Sérgerð af melomel. Mjöður sem gerður er úr bláberjum eða bláberjasafa, en er stundum notað yfir mjöð sem er gerður úr hunangi gerðu úr bláberjablómum.
 • Black mead/Svartmjöður: Nafn sem stundum er gefinn miði sem er gerður úr hunangi og sólberjum.
 • Bochet: Mjöður þar sem hunangið er karamellað og jafnvel brennt áður en vatni er bætt við.
 • Bochetomel: Bochet nema með ávöxtum.
 • Braggot: Einnig kallað bracket eða brackett. Þessi tegund var upprunalega brugguð með hunangi og humlum en seinna meir með humlum og malti, með eða án humla.
 • Capisicumel: Mjöður bragðbættur með chilli pipar.
 • Cyser: Sérgerð af melomel. Mjöður sem er bruggaður úr hunangi og eplasafa í stað vatns.
 • Great mead/Stórmjöður: Mjöður sem ætlaður er til öldrunnar til margra ára, ætlað sem andheiti á Short mead/stuttmiði.
 • Hydromel: Nafn nútildags notað yfir mjöð með lítlu áfengisinnihaldi en var notað sem nafn yfir mjöð fengið úr Grísku.
 • Melomel: Mjöður sem er gerður úr hunangi og hvaða ávexti sem er, en ákveðin melomel eru þekkt undir eigin nafni.
 • Methleglin: Mjöður sem er kryddaður með kryddi eða jurtum.
 • Morat: Sérgerð af melomel. Mjöður gerður úr hunangi og „mulberry“ berjum, engin þýðing fannst.
 • Mulsum: Mulsum er ekki sannur mjöður, en er ógerjað hunang sem blandað er út í vín með hárri áfengisprósentu.
 • Omphacomel: Mjaðaruppskrift sem blandar hunangi við „verjuice“, súrum safa sem kreistur er úr óþroskuðum vínberjum til dæmis og er þessvegna talið sem útgáfa af pyment.
 • Pyment: Pyment er mjöður sem bruggaður er úr hunangi og rauðum eða hvítum vínberjum. Pyment gerður með vínberjasafa er stundum kallaður „white mead“ eða „hvítmjöður“.
 • Rhodomel: Mjöður sem er bruggaður úr hunangi með rósaberjum, rósablöðum eða rósaolíu og vatni.
 • Rubamel: Sérgerð af melomel. Mjöður sem er bruggaður úr hunangi og hindberjum.
 • Sack mead/Sekkjarmjöður: Mjöður sem er bruggaður úr meira hunangi en er yfirleitt notað og verður því áfengari en flestur mjöður, eða yfir 14%
 • Short mead/Stuttmjöður: Mjöður sem er ætlað að halda stutt í öldrun til drykkju sem fyrst.
 • Show mead/Sýningarmjöður: Heiti sem hefur verið notað til að lýsa „einföldum“ miði, eða miði brugguðum einungis úr vatni og hunangi.
 • White mead/hvítmjöður: Mjöður sem er litaður með jurtum, ácöxtum eða, stundum, eggjahvítum.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt