Mikkeller, Santa’s Little Helper 2011

0
350

Muninn

Hausinn er um hálfur putti

Auglýsing

Body er svart, nær ógegsætt

Nefið er mikið malt, humlar og anís

Smakkast af anís, brenndu malti og humlum jafnvel reykur þarna líka

Eftirbragð er malt og svo tekur vid anís sem endist lengi

Blúndan er lítil

Nálardofi er talsverður og munnfylli yfir meðallagi

ABV er 10,9%

Þrátt fyrir mikið abv er áfengisbragð í lágmarki

Þessi Mikeller er talin sem belgískur ale, en ég er meira á að kalla hann stout. þessi fer kláega á topp 10 gef honum 98 af 100

Huginn

Hausinn er um hálfur fingur, brúnn, þykkur og rólegur. Blúndan er lítil snögg og olíukennd.

Nefið er malt, anís, humlar, krydd og dökkir ávextir.

Uppbygging er svört. Fylling er mikil og náladofi er góður.

Bragð er anís, humlar og brennt malt. Miðja er rólegur anís og malt. Eftirbragð er malt og anís, langt og þægilegt.

Venja er fín.

Þetta er akkurat bjórinn til að opna á eftir öllum pökkunum. Sterkur og dökkur belgískur ale, samt held ég að þetta alveg í áttina að því að vera stout, mikill anís og malt. Lyktar eins og belgískur en bragðast eins og stout, „undercover stout“. Þessi er bragðmikill og sterkur, stuðlar að auknum hárvexti á bringunni.

Ég gef þessum 96 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt