Mikilvægi kvenna í sögu bjórsins

0
418

Eftir að ég kynntist konu minni (sem er þýsk og elskar bjór) og hvað þá eftir að við eignuðumst dóttur okkar, þá hef ég verið að rýna í ýmislegt er tengist sögu kvenna og hvað þá sögu kvenna í bjór menninguni. Þá hefur mig langað mikið til að gera heiðarlega tilraun til að fjalla eilítið um sögu kvenna í bruggun bjórs og hversu mikilvægar þær voru í sögu bjórsins. Ég vill taka það fram að, það sem ég fjalla um hér að neðan er aðeins brot af þeirri ótrúlega stóru og ríku sögu sem konur eiga í bjórmenninguni.

Í upphafi var bjór…

Auglýsing

Fornleifafræðingar hafa fundið leifar af fyrsta gerjaða drykknum í Kína allt að 7000 – 6600 BCE, sem kollvarpar þeim hugmyndum að fyrsti korn gerjaði drykkurinn hafi verið búinn til í Mesopatamíu en enn sem komið er, þá eiga þeir (eða ætti frekar e.t.v að segja þær) þó enn heiðurinn að hafa bruggað fyrsta bygg gerjaða drykkinn eins og við þekkjum það í dag. Það eru þó til vísbendingar um að samfélög á þessum slóðum hafi byrjað að rækta bygg gagngert til að brugga bjór um 10000 BCE og hafa nú fornleifafræðingar fundið nýjar vísbendingar um að bruggað hafi verið í hellum í Ísrael fyrir 13000 árum síðan, sjá greinina hér.

Í Norður og suður Ameríku, þá eru til ýmis dæmi þess að innfæddir hafi bruggað kaktus (Saguaro cactus) bjóra/vín, maís bjóra (Chicha) og Apache voru þekktir fyrir að burgga bjóra að nafni tulpi eða tulapa sem var notað í athöfnum þegar stúlkur gengu í tölu fullorðna. Svo mætti lengi telja, víðast hvar var bruggað eitthvert afbrigði bjórs og voru konur oftar en ekki í aðal hlutverki við bruggun bjórsins.

Í Afríku tíðgast að brugga sorghum bjóra í Burkina Faso. Í Tansaníu hjálpast konur og menn að safna í bjórana ulanzi og pombe. Það tíðgast svo að konur þar selji eingöngu þessa drykki og aðra alkóhól drykki til að fá auka innkomu á heimilið. Víðast hvar um Afríku má finna ýmsa bjóra, bruggaða úr ýmsustu jurtum og kornum og eru konur oftar en ekki, í aðalhlutverki þar.

Í Asíu þekkist það enn þann daginn í dag að konur í Japan og Tævan tyggi hrísgrjón til að koma af stað gerjun. Var fyrsti og elsti þekkti bjórinn sem fundist hefur í kína, verið efna greindur og hefur bjórinn verið búinn til úr hrísgrjónum, vínberum og Hawthorn berjum.

Það leikur enginn vafi á að bjór hefur verið bruggaður svo lengi sem menn (eða ætti frekar að segja, konur) muna og um allan heim en, þó svo að það sé mikill ágreiningur í fornleifafræðini sem snýr að gerjun, þá eru þeir ásáttir um eitt, að konur voru í miklum meirihluta þegar kom að bruggun á bjór/öli.

Bjór í goðsögnum

Í Finnskum goðsögnum, þá er sagt að kona að nafni, Kelvatar hafi komið með bjór til jarðar með því að blanda hunang og munvatni björns saman (það myndi þó frekar vera mjöður en við skulum ekki deila um það). Þó svo að í ásatrúnni, þá er manni gefinn heiðurinn að tilurð bjórs, þá er sagt að Víkingar hafi bara leyft konum að brugga bjór (aul) sem knúði þá áfram í bardögum (þá e.t.v vegna þess að, margar jurtirnar sem voru notaðar gátu gert menn öl óða, kannski þaðan sem orðið berserk kemur?). Víkinga konur drukku svo til jafns á við menn, eða svo segja sögur.

Konur voru svo tengdar í bjórgerðina að Súmerar til forna áttu meir að segja gyðju bjórsins sem heitir Ninkasi. Þær trúðu að Ninkasi passaði upp á bruggið og væri yfir bruggari guðana, að Ninkasi hafði gefið mannfólkinu bjórinn að gjöf til að gæta friðar og stuðla að velmegun. Þær sýndu Ninkasi virðingu með því að syngja lofsöng til Ninkasi, eða sálmur Ninkasi, sem inniheldur elstu skrifuðu bjór uppskrift heims.

Egyptar hafa mikið af híróglífrum sem benda til þessa að bjór hafi verið á boðstólnum og konur hafi bruggað og borið fram. Egypska gyðjan Hathor var sögð hafa fundið upp bjórinn og enn önnur gyðja að nafni Tenenet var dýrkuð sem gyðja bjórs.

Ýmsar aðrar gyðjur hafa verið gefinn heiðurinn að tilurð bjórs, má þar t.d nefna Zulu gyðjuna, Mbaba Mwana Waresa. Dogon gyðjan Yasigi og án efa nokkrar aðrar gyðjur til viðbótar.

 

Daglegt líf á öldum áður

Þó svo að bjór hafi oftar en ekki, verið hjá verk ef svo mætti kalla, þ.e.a.s bruggað samhliða bakstri og öðrum athöfnum daglegs lífs, þá var bjórinn engu að síður mikilvægur þáttur í lífi fólks. Gáfu konur börnum sínum og mönnum lág alkóhól bjór sem var ríkur af næringarefnum og líklegast mun heilsusamlegri en drykkjarvatnið sem þau höfðu aðgang að þar sem bjórinn er soðinn og þar að auki, inniheldur mikið af næringarefnum. Í þúsundir ára, brugguðu konur drykk sem kallaður var öl, sem oftar en ekki, skemmdist mjög fljótlega og var því allt selt sem umfram var.

Erm… nornir… huh?

Ekki er hægt að segja með vissu að nornir hafi orðið til vegna sögu kvenna í bjórmenninguni, en sterkar vísbendingar eru uppi um að, sú ýmind sem við höfum af nornum í dag gæti hafa komið frá konum á miðöldum sem höfðu vægast sagt undarlegar aðferðir til að auglýsa sig og sinn bjór. Klæddu þær sig í odd mjóa hatta til að hægt væri að sjá þær yfir mann haf á torgum. Þá hengdu konur / bruggarar kústa / öl staf / skilti (sem var yfirleitt búinn til úr greinum eða stráum sem var fest við skaft) yfir dyragátt til marks um að bjór væri í boði. Stjarna (davíð stjarna) var svo einnig notuð sem tákn um að bjór væri í boði (stjarnan táknaði þó einnig bruggferlið, sem ég fer nánar út í síðar í annari grein) og á stjarnan skilt við Gyðingastjörnuna en einnig sterk tengsl við alkemist. Þær áttu svo oftar en ekki ketti til að halda í burtu músum og rottum frá korninu.

 

 

 

Nornaveiðar

Vegna þess að margar konur notuðu davíð stjörnuna til marks um að bjór væri í boði og tengsl þessarar stjörnu við gyðingdóm, þá er ólíklegt að kaþólska kirkjan gæti hafa staðist að þröngva sér inn í brugg markaðinn þar sem völd og peningar voru nóg af ef rétt var að málum staðið og því hófst löng endurskipulagning á bjór iðnaðinum. Það hefur svo tekið langan tíma fyrir kirkjuna að sannfæra samfélagið að konur væru að stunda djöfladýrkun og galdra (Dark side of Christian History) þar sem kirkjan hafði áður sannfært fólk um að nornir væru ekki til, en á 14 öld var því komið svo fyrir að, nornir væru þrælar djöfulsins, ekki væru þær lengur tengdar gömlum heiðnum siðum né að þær væru góðar, heilarar/læknar/ljósmæður, kennarar, vitkar og/eða hefðu tengsl við góð öfl.

ca. 1475-1525 — The Witches Cauldron German Woodcut — Image by © Stapleton Collection/Corbis

Kirkjan byrjaði að stjórna öllu (sjá einnig greinina Gruit – Gömlu góðu bjórarnir) , hversu lengi mátti hafa brugghús opin, uppskriftir, hagnaður og mikilvægast af öllu, hver gæti bruggað og þá í flestum tilfellum aðeins menn. Þar sem kirkjuni var svo mikið í mun að stjórna hver gæti bruggað/heilað og þar sem konur voru nánast eingöngu í þessum greinum, þá notaði kirkjan mikið Spænska rannsóknarréttinn (Spanish Inquisition) til að uppræta þessi tengsl. Voru konur sem voru kallaðar „alewifes“ oft lýst sem óhugnalegar, ljótar, ótraustverðar, brugguðu vondan bjór og svo mætti lengi telja, allt til að bola þeim út úr þessum iðnaði. Svo fór að, bruggiðnaðurinn og heilun fór nær eingöngu til karla. Þó svo að mikið af þessu séu enn bara kenningar, þá eru sterk rök fyrir því að, brugg konur hafi verið sóttar til saka af kirkjuni fyrir galdra og djöfladýrkanir (Talið er að um, 200 þús konur hafi verið ásakaðar um að vera nornir og/eða stunda galdra/djöfladýrkun og ýmist pyntaðar og/eða teknar af lífi) þar sem nornir voru einkenndar af því sem rætt var hér að ofan og það að, þegar bjór var búinn til, þá vissi enginn hvernig bjórinn gerjaðist, það byrjaði einfaldlega að gerjast og oftar en ekki, í járn katli sem var hafður yfir eldi sem konur svo brugguðu í… þið sjáið hvert í stefnir.

Nunnur og bjór

Þýsk nunnuklaustur áttu það þó til að veita konum athvarf þar sem þær fengu að blómstra sem bruggarar og grasafræðingar. St. Hildegard af Bingen stakk svo upp á að nota humla til lækninga, til að beiskja bjór og sem rotvarnarefni í bjór 500 árum áður en almennt var farið að nota humla. En þegar humlarnir tóku við, þá voru þeir oftar en ekki of dýrir fyrir konur til að kaupa. Menn stofnuðu brugghús og alþjóða viðskiptasamtök, lög voru svo sett til að halda konum frá.

Það má þó taka það fram að, humlar voru ekki eina jurtin sem virkaði sem rotvarnarefni, forfeður okkar vissu nákvæmlega hvað humlar gera og vissu um margar aðrar jurtir sem virkuðu á svipaðan hátt, en það má lesa nánar um þá kenningu hér hvers vegna humlar voru e.t.v innleiddir frekar en aðrar jurtir.

Í gegnum aldirnar

Á 16 öld var orðið nokkuð ljóst hvaða hlutverk konur áttu að hafa og voru lög sumstaðar sem bönnuðu konum á aldrinum 14 – 40 ára að brugga og/eða gera nokkuð annað en heimilisverkin og barnseignir. En í Harleem, Hollandi, þá var það leyft að konur mættu erfa eftir eiginmann sinn félagsleyfi í bruggara samtökum og héldu margar hverjar áfram að brugga með því leyfi. Samkvæmt gögnum frá 1518 – 1663, þá voru um 97 konur af 536 bruggurum. En því miður eins og áður sagði, þá var oftar en ekki reynt að letja þær með því að segja að bjórinn þeirra væri vondur, þær væru ljótar ásýnd og gengu sumir svo langt að semja ljóð og lög sem voru heldur ógeðfeld um þeirra iðju og ásýnd.

Þegar menn fóru að sjá að það væri hægt að hafa gott upp úr þessu, þá voru konur nánast horfnar úr þessari iðn og menn teknir við Þegar komið var á 18 öld.

Á 19 öld varð svo mikil bylgja af þýskum innflytjendum til Ameríku og með þeim, kom lagerinn, kælivélar, pakkningar og ýmis bruggtæki sem varð til þess að brugghús risu hraðar en áður og þó svo að konum hafi ekki verið meinað að brugga, þá var það ekki siðferði þess tíma að konur gerðu slíkt, en með þjóðverjunum komu bjórgarðarnir (Bier garten) sem var öllu fjölskyldu vænni ef svo má segja og dró að konur í meira mæli sem fóru þá að drekka bjór meira opinberlega en áður var, sem varð til þess að Temperance hreyfingin fór að láta á sér kræla í bandaríkjunum, sem hafði einhver tengsl hér til íslands í gegnum Góðtemplararegluna (International Organisation of Good Templars eða IOGT) eins og margir þekkja og var allt áfengi bannað um tíma og bjór til ársins 1989 hér á íslandi.

Þetta hafði skelfileg áhrif á bjóriðnaðinn í BNA og öðrum löndum sem tók upp bann við alkóhóli, en það eru til sögur af konum sem létu sér ekki segjast og héldu áfram uppteknum hætti á heimilum sínum líkt og mæður, ömmur, lang ömmur þeirra og s.frv höfðu gert um ár þúsundir.

Á 20 öldini, þá fóru konur að vinna meira innan bruggiðnaðarins, t.d sem efnafræðingar. Um 1960 – 70, þá fóru fyrstu brugghúsin að opna sem voru aðeins rekin af konum, hefur þessi þróun verið að aukast jafnt og þétt, víðsvegar um heiminn. Þó svo að bjór sé ekki partur af daglegu lífi hjá flestum eins og áður var á mörgum heimilum, þá er það samt enn hefð í mörgum löndum að brugga fyrir þorpin sín og jafnvel heimili. Hér á vesturlöndum þekkist þetta einna helst sem áhugamáli (heimabruggun) og eru margar konur að reyna með sér í því áhugamáli og hafa svo farið út í að stofna sín eigin brugghús, gott dæmi um það hér á landi er t.d farand brugghúsið Lady Brewery sem samanstendur af tveim konum sem eru bruggmeistarar og eru jafnframt eigendur. Bruggmeistari Ölvisholts er kona og það eru nokkur brugghús hér á íslandi sem eru í eigu kvenna, að hluta til eða öllu. Vonandi er þáttur kvenna að aukast til jafns á við menn. Konur eru að sína sig og sanna víðast hvar í heiminum og eru að vinna til verðlauna fyrir framúrskarandi bjóra.

Félagasamtök

Hér á íslandi er Félag Íslenskra Bjóráhugakvenna sem hefur það m.a að markmiði að auka þátt kvenna í bjórmenninguni, jafnt sem, skipuleggja bjórtengda viðburði, fræða um bjórmenninguna og seinast en ekki síst, vera „gerjunarstaður fyrir konur sem hafa áhuga á bjórgerð til þess að smakka, ræða málin og deila þekkingu og reynslu.“

Erlendis eru félagasamtök sem ætlað er að stuðla að og efla þáttöku kvenna í bjór iðnaðinum og er þar t.d Pink boot society helst að nefna. Pink boot society var stofnað af konu að nafni Teri Farhrendorf, sem fékk innblástur sinn frá konu sem heitir Carol Stoudt, sem opnaði brugghús 1987. Pink Boot Society styður við bakið á konum með því að efla konur í bruggnámi og/eða í nám til að verða dómarar fyrir bjór keppnir. Önnur samtök eru t.d FemAle sem styðja einnig við bakið á konum í bjóriðninni.

Með miklum þökkum!

Ef það væri ekki fyrir konur, þá væri bjór og bjórmenningin (svo ekki sé minnst á þann ótæmandi lista afreka sem hægt væri að fjalla um) án efa ekki á þeim stað sem við þekkjum í dag, við eigum því þeim mikils að þakka.

Heimildir;

https://en.wikipedia.org/wiki/Final_War_of_the_Roman_Republic

https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_beer

https://en.wikipedia.org/wiki/Women_in_brewing

https://en.wikipedia.org/wiki/Chicha

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt