Midtfyns Bryghus, Chili Tripel

0
343

Muninn

Hausinn er um hálfur putti, léttur

Auglýsing

Body er skýjað appelsínu litað

Nefið er ferskir ávextir, krydd

Smakkast af sætu malti, ávöxtum, kryddaður, chili kemur svo sterkt inn

Eftirbragð er malt, fer svo í létta ávexti og chili kemur skemmtilega inn í endann, endist lengi

Blúndan er létt og snögg

Nardofinn er mildur og munnfylli í meðallagi

ABV er 9,2%

Venjan er ágæt

Chili triple er með þeim óvenjulegri bjórum sem ég hef prófað hingað til, get eindregið mælt með honum. Þótt hann sé 9,2% finnst lítið áfengisbragð í honum.

Gef honum 93 af 100

Huginn

Hausinn er hálfur fingur, ljós og nokkuð snöggur. Blúnda er lítil og snögg.

Nefið er ferskt, ávextir og sætt malt.

Uppbygging er appelsínu gyllt og þokukennd. Fylling er í meðallagi og náladofi er góður.

Bragð bitrir humlar, ávextir, krydd og malt. Miðja er ávextir sem leiðir út í biturleika og sætt malt. Chili er það sem á að einkenna bjórinn, sem og það gerir hægt og rólega, seint í eftirbragðinu. Eftirbragð er langt og þægilegt.

Venja er góð.

Þetta er frábær tripel, bragðmikill og bitur ávaxta og malt bjór. Hér tekst Midtfyns svo sannarlega að fanga belgíska fílinginn, kemur skemmtilega á óvart.

Ég gef þessum 96 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt