Microbar – Þar sem „Microbrew“ á heima

0
305

Síðastliðin föstudag (1 júní) var opnaður bar að nafni Microbar, Austurstræti 6. Gæðingur Öl rekur barinn og er markmið barsins að vera með „micro brew“ á krana og í flöskum. Er úrvalið vægast sagt glæsilegt, á krana eru 8 íslenskir „micro“ bjórar eða, 5 bjórar frá Gæðing öl; Micro, IPA, pale ale, lager og stout. Kaldi og norðan Kaldi frá Bruggsmiðjuni og Skjálfti frá Ölvisholti, aukreitis er svo glæsilegt úrval af flöskubjór.

Þykir það marka mjög framsækna stefnu að ekki verði seldur Víking, Egils né Borg Brugghús bjór þar sem þeir þykja nú þegar markaðsráðandi og verður því fróðlegt hvernig það fer þar sem Íslendingar hafa verið aldnir upp við lager menninguna sem hefur verið ríkjandi hér í mörg ár. Er von okkar að þetta framtak verði langlíft, enda mjög framsækið verkefni hér á ferð, sem er vissulega ferskur blær í íslenska bjórmenningu, tökum við ofan fyrir Gæðing Öl í þeim efnum.

MicrobarLogo1Eins og áður nefndi, þá eru 2 nýjir bjórar á krana hjá Microbar, eða IPA og Micro, fékk ég þann heiður að smakka IPA-inn aðeins einum degi eftir að búið var að setja í gerjun og var hann vægast sagt, mjög góður og hlakka ég mikið til að smakka þann bjór og sjá hvort allt hafi skilað sér úr gerjuninni. IPA er svo aftur í stöðugri þróun og verður því skemmtilegt að sjá hvernig bjórinn verður á milli bruggana. Micro er aftur lager bjór, öllu mildari en IPA-inn, eða 18 – 19 í IBU (Bitureiningar) miðað við 65 IBU hjá IPA, er því óhætt að segja að þarna séu tveir pólar að takast á. Segja mér fróðir menn að Micro sé einn af betri bjórunum sem Gæðingur Öl hefur framleitt til þessa.
Ekki má gleyma bjórunum frá Bruggsmiðjuni (Kaldi og Norðan Kaldi) og Ölvisholti (Skjálfti). Bjórarnir frá Bruggsmiðjuni hafa löngu sannað sig og eru vinsældir Kalda slíkar að Bruggsmiðjan hefur þurft að stækka sig umtalsvert til að annast eftir spurn. Skjálfti er svo engin auðkvisi, enda gífurlega fallegur bjór hér á ferð og má enginn alvöru bjóráhugamaður láta þann bjór framhjá sér fara.

Það er svo skemmtilegt frá að segja að, Gæðingur Öl er að brugga nýjan bjór, eða hveitbjór og verður hann væntanlega til sölu á Microbar áður en langt um líður.

Eins og með flesta bari, þá er verðlagið ekkert minna en á næsta bar og má því ölþyrstur neytandi búast við því að greiða sama verð og tíðkast almennt á ölstofum landsins.

Eigum við svo eftir að mæta á staðinn og taka smá spjall með barþjónunum og ath hversu mikið þeir vita um bjórana sem þeir bera fram og auðvitað skoða staðinn úti jafnt sem innan sem og stemmninguna. Þeir sem hafa nú þegar kíkt við, mega endilga tjá sig hvað þeim fannst um þessa frábæru viðbót í bjórmenningu Íslands.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt