„Áfengisgjald skilar minni tekjum…“

0
325

Samkvæmt frétt inn á MBL.is, „Áfengisgjald skilar minni tekjum en reiknað var með„, þá er ekki búist við að ríkissjóður nái ekki inn þeim sköttum á þessu ári sem áætlað var með að myndi koma inn með hækkunum og enn meiri hækkunum. Því spyr ég, hver sá þetta ekki fyrir!? Ríkið hefur hugsað þetta svo rangt frá byrjun og eru ekkert að slaka á ranghugmyndum og er það nokkuð lýsandi fyrir þá stefnu sem verið er að taka í þjóðféaginu. En svo ég slaki aðeins á og fari mér ekki að voða með hörkulegum umræðum um pólitíkina, væri ekki miklu frekar hægt að ná inn meiri tekjum með því að gefa sölu á léttvíni frjálsa og lækka skattana á því í 25.5% eins og er með allar aðra vörur (fyrir utan 7% matvæla skattinn). Ríkið myndi eflaust fá aðeins minna inn í kassann til að byrja með á meðan verið væri að koma þessu á, en þegar á endan er litið, þá yrðu tekjurnar stöðugri og ég er viss um að þær yrðu meiri, því fólk hefði þá loksins efni á að kaupa eina rauðvínsflösku með kvöldverðinum sem það myndi að öllu jöfnu sleppa, fyrir utan að koma Íslandi inn í 21 öldina og hætta þessari einokun sem hefur verið viðloðandi rikistjórnir Íslands í gegnum árin, sem svo aftur, ríkið vill ekki sjá í öðrum pörtum verslunar hér á landi.

Við gerum okkur jú, fyllilega grein fyrir því að með þessum sköttum og einokun á sölu áfengis er verið að reyna stýra neyslunni og hafa meiri tök á henni, en ef það á að leyfa eitthvað á annað borð í samfélagi sem hefur frjálsa verslun, þá þarf að haga því líka þannig. Ef fólk ætlar sér að misnota áfangi, þá gerir fólk það, hvort sem SÁÁ, ríkið og eða hver svo sem það er, líkar það eður ei. Ef það á að minnka neyslu á áfengi, þá þarf að kynna og mennta fólk um hvernig á að haga sér í kringum það, að það sé til að njóta í hófi eins og með svo allt annað.

Auglýsing

Endilega lesendur góðir, segið álit ykkar hér að neðan og jafnvel komið með tillögur um hvernig hægt væri að framkvæma frjálsa verslun með léttvín þar sem hugmynda auðgi ríkistjórnarinnar og þeirra ríkisstjórna sem hafa verið, er ekki upp á marga fiska.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt